Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 247
247
sjónir hjá unglingnum, sem fylgdi honum. Man jeg
vel, hvílík leiðindi og skapraun var að fylgja sum-
um förumönnum, því að jeg gerði það opt. Um
rjettaleiti settust förumenn þessir að, eða ef til vill,
litlu seinna, með sumarfenginn, og lifðu bezta lífi,
sumir hverjir fram til næstu fráfærna, en þá hófu
þeir atvinnu sína á ný. Þóttust sumir förumenn af
þvi, hversu vel þeim ljeti þessi starfi; þannig sagði
Einar durgur einhverju sinni við kunningja sinn:
»Við skulum sjá, hvort jeg hefi ekki eins mikiðupp
úr minni atvinnu, eins og þeir upp úr sinni, sem
ganga út með stálljáinn«. Einari þessum gekk svo
vel förumennskan, að þegar hann var um sextugs
aldur, kvæntist hann kerlingu jafngamalli sjer, sem
annaðhvort var komin á sveit eða lá við sveit, og
hafði nóg fyrir sig og hana til dauðadags, því að
allt af entist hann til að leita beininganna um slátt-
inn; en sagt var, að prestur og hreppstjóri, þar sem
kerling þessi var sveitlæg, hefðu átt nokkurn þátt
i kvonfangi Einars og jafnvel haldið brúðkaup hans.
Aðrir voru þeir förumenn, og þeir miklu fleiri
en hinir, sem eigi leituðu annara beininga en dag-
legs matar. Þeir áttu sumir nálega hvergi heimili,
en voru á sifelldu ferðalagi, opt með ýmisleg smá-
erindi. Stundum voru þeir nokkra daga á bæ við
ýms störf, er þá voru fyrir hendi, svo sem þóf og
mölun. Fengu þeir þá auk fæðis opt einhverja flík,
sokka, skó eða vettlinga, en einkis báðu þeir venju-
lega. Ættu þeir föst heimili, fóru þeir þangað, til
að láta þvo föt sín og bæta, en voru þar þó sjaldan
langvistum. Sumir þessara manna gerðu sjer það
og að erindi, að fara með smiðar til sölu, er ein-
hver vildi nota þá til að selja fyrir sig, svo sem
Skaga-Davíð. Báru þeir opt stórar klyfjar af ýmsu