Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 249
249
an tíma upp í lopt og brýndi skærin, sem flug-
bitu á eptir, því að Magnús brýndi allra manna
bezt.
An efa hafa margir gjörzt förumenn af þeirri
mjög eðlilegu ástæðu, að þeir sáu, að förumennskan
var tízka, og að ólíku var hægra að hafa ofan af
fyrir sjer á þann hátt en að vinna baki brotnu.
En sjálfsagt hefir og einnig uppeldið átt eigi alllit-
inn þátt í ómennsku þessara mannræfla. Þeir höfðu
eigi í uppvextinum vanizt reglubundinni vinnu, eng-
in menningarlöngun verið vakin hjá þeim, og ýms-
ar sögur sýna það, að lítils ástríkis höfðu förumenn-
irnir sumir hverjir á barnsaldrinum notið hjá for-
eldrum sínum, og var slíkt hinn vissasti vegur til
að gjöra þá enn meiri aumingja og vesalmenni, en
þeir voru af náttúrufari. Fráþeirri sögu sagðiStyr-
björn, er áður heflr nefndur verið, frá bernskudög-
um sinum, að faðir sinn hefði barið sig nálega fyrir
hverja yfirsjón, jafnan skipað sjer með illu einu, en
aldrei áminnt sig með góðu. Einhverju sinni rak
hvalþjós allmikla, þar sem .faðir Styrbjarnar bjó, en
þá var sú trú alþýðu, að kjöt sumra hvala væri
banvænt. Með því að óvíst þótti, hvort hvalþjós þessi
væri æt eða óæt, var það ráðs tekið, að reyna hana
á Styrbirni. Þá er búið var að sjóða hvalbita, var
Styrbirni fengin hann og faðir hans bauð honum að
borða. Styrbjörn langaði til að lifa og sagði því:
»Gefðu hundunum hvalinn, faðir minn«; en það
fjekkst ekki, og varð Styrbjörn að taka til snæð-
ings, þótt nauðugt væri. Þótti honum hvalurinn svo
góður, að hann kallaði upp, er máltíðinni var lokið:
»Bezti matur, ó, guð!« enda fjekk hann eigi framar
af hvalnum. An efa hafa margir förumenn haft.
eins ogStyrbjörn þær endurminningar frá æskunni,