Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Qupperneq 251
251
lianda gestum. Jólaköku sá jeg aldrei fyrr en jeg
kom á suðurland.
En hana heyrði jeg þó einu sinni nefnda nyrðra
í uppvexti mínum. Var sagt, að jólakaka hefði ver-
ið send milli tveggja heimila, einhverra hinna helztu
í sýslunni, fyrir hátíð, en maðurinn, sem með fór, var
svo ótilhlýðilega forvitinn, að bragða á sælgætinu;
og fyrir því varð þetta hljóðbært; en enginn var svo
fróður, sem jeg heyrði um þetta tala, að hann hefði
nokkru sinni slikt hnoss augum litið, hvað þá orðið
svo frægur að hafa bragðað það. Eigi heyrði jeg
þess getið, að keyptar væru meðal almennings, þeg-
nr jeg man fyrst til, aðrar víntegundir eru brenni-
vin, romm, mjöður og extract. Flestir alþýðumenn
munu þá svo hafa farið úr heimi þessum, að þeir
hafl alls eigi bragðað hin fínu vínin, svo sem port-
vín eða sherry; og gæti einhver almúgamaður sagt
frá þvi, að sjer hefði þó auðnazt að vita, hvernig vín
þessi væru að bragðinu, þá átti hann það optast
•eitthvað að þakka prestum, sýslumönnum eða kaup-
mönnum; og er nú öldin orðin allt önnur, svo með
jietta, sem með margt annað, þar sem vín þessi eru
nú, eins og áður er sagt, alls eigi ótið í veizlum
iheldra alþýðufólks.
Sjaldgæf voru úrin í uppvexti mínum; prestar
•og hreppstjórar munu margir hafa átt úr, og borið
þau á sjer, að minnsta kosti við hátíðleg tækifæri.
•Stöku bændur áttu og úr, en þeir báru þau eigi
nema í ferðalögum eða á mannfundum. Engan
kvennmann sá jeg í uppvexti mínum með úr, hvorki
:giptan nje ógiptan, enda ætla jeg, að það mundi þá
hafa vakið hið mesta hneyksli, hefði alþýðukvenn-
maður, þó i heldri röð væri, borið úr milli 1840 og
1850. Hygg jeg, að það muni mála sannast, að um