Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 253
253
jöfnu báðu, það er meir en jöfnu báðu, það er stund
af miðjum morgni, það er stund til jöfnu báðu, það
er stund af jöfnu báðu, það er stund til dagmála, o.
•s. frv. Man jeg aldrei eptir því á barnsaldri mín-
um, að jeg heyrði tímann miðaðan við klukkuna,
heldur að eins við dagsmörkin.
Það er alkunnugt þeim, er nokkuð þekkja til
«ögu landsins, að á 16., 17. og 18. öldinni var hinu
mesta harðræði beitt, bæði í löggjöf, heimilisaga og
uppeldi. Liflát lá við mörg brot gegn skírlífi; stór-
hýðingar (húðlát) lágu nálega við hvers konar smá-
ræði. Gapastokkar voru á heimilum allra heldri
inanna, sjálfsagt á hverjum kirkjustað, til þess að
setja þá í, einkum um messutímann, þeim sjálfum
til smánar, en öðrum til viðvörunar, sem vanræktu
kirkjugöngur eða óhlýðnuðust húsbændum. Hús-
bændur máttu hýða hjú sín, og berja þau með svipu;
•en höfuðatriðið í uppeldi æskulýðsins voru högg og
hýðingar. Það þarf nú engum getum að því að
leiða, að þessi lífsstefna öll var jafnskaðleg, eins og
hún var heimskuleg. Þetta allt var nú löngu undir
lok liðið fyrir minni þeirra manna, er nú lifa. Þó
mundu gamlir menn, sem á lífi voru fram um 1850,
eptir gapastokkunum, sem þó voru venjulega í æsku
þeirra orðnir eins konar forngripir; þeir mundu og
eptir því, að það tíðkaðist i uppvexti þeirra, að hýða
börn og unglinga á föstudaginn langa, að minnsta
kosti sumstaðar. Móðir mín heitin sá í æsku gaml-
an mann, Olaf að nafni, er sagt var að settur hefði
verið í gapastokk um tvítugsaldur fyrir þá sök, að
hann var tregur til aðfara til kirkju, en ekki hafði
hann verið hnuggnari i gapastokknum en svo, að
hann söng þar hátt, svo heyrðist inn í kirkjuna:
»þar stend jeg kyrr þó kals og spje, kveiki mjer