Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 256
256
orðið á. Þó vissulega vanti mikið á, að með kvenn-
fólk, einkum giptar konur, sje farið eins og vera
ætti, þá er þó meðferðin að minni ætlan mikið betri
en hún var fyrir 40 árum. Kvennfólkið er, sem bet-
ur fer, farið sjálft að sjá, að ákvörðun þess er önn-
ur en að vera i flestu áburðardýr og undirlægjur
karlmannanna, og rjettsýnir karlmenn eru og farnir
að viðurkenna, að eins og kvennmaðurinn hefir
engu minni og ógöfugri ást en karlmaðurinn, eins
hafi hún og rjett að njóta ávaxta ástarinnar, frelsis
og hamingju.
Mikið meiri virðing var fyr meir borin fyrir
yfirmönnum en nú tíðkast, og ríkismenn hafðir í
stórum meiri hávegum. Það sem presturinn og
hreppstjórinn í hverri sveit vildu vera láta, að minnsta
kosti ef að þeim kvað, datt víst fáum í hug að hafa
á móti, enda mundi það hafa komið fyrir lítið, því
að þá var eigi sveitarstjórn komin svo langt, að
verulega væri lögheimilað, að kæra gjörðir sveita-
valdanna, og einveldisandinn þá svo ríkur, að kær-
ur almennings mundu naumast hafa verið teknar til
greina af æðri stjórnarvöldum, nema þær væru á
hinum sýnilegustu rökum byggðar. En allt í einu
var sem eldi væri hleypt í tundur um 1850. Alþýða,
sem áður mun fremur hafa lítið hugsað um frelsi,
því að það voru lærðu mennirnir, einkum hinir
yngri af þeim, sem gengizt höfðu fyrir því, að al-
þing yrði endurreist í nýrri mynd, vaknar allt í einu.
Við frelsissköllin sunnan úr álfunni, 1848—49, er
eins og þjóðin rumski fyrst fyrir alvöru. Það má
án efa álíta norðurreiðina, uppþot skólapilta gegn
skólameistaranum og safnaðarins í Reykjavík gegn
dómkirkjuprestinum sem sýnilegan vott af þeim
frelsishita, sem um þær mundir læsti sig um þjóð-