Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 261
261
leifs Jónssonar af Harðar sögu, er Sigurður bóksali
Kristjánsson hefnr látið prenta, Rvk. 1891. Þórleif-
ur Jónsson virðist vilja telja vísurnar elda, því að
hann segist eigi geta verið samdóma dr. Jóni Þór-
kelssyni (Konráð Gislason nefnir hann ekki) í því,
að þær sjeu óelrta, eða eigi ortar fyrr en á 14. öld.
Hann virðist þó fallast á, að ýmislegt í vísunum
»sje eigi sem skyldi«, en vill kenna því um, að »forn-
mönnum hafi verið mislagðar hendur með kveðskap-
inn, allt eins og mönnum nú á vorum menntuðu tím-
um«. Það er auðvitað, að þessi ummæli hefðuþurft
að vera vel rökstudd, ef hægt hefði verið, þar sem
svo ágætir og nafnkunnir málfræðingar höfðu áður
látið í ljós gagnstæða skoðun, ef útgefandinn hefði
átt að geta vænzt þess, að hann yrði tekinn trúan-
legur. En það gerir Þórleifur Jónsson eigi.
Yæru vísurnar í Harðar sögu frá 10. öld, ættu
eigi í þeim að finnast langt um yngri orð og orð-
myndir en frá þeim tíma, en slík orð og orðmvndir
eru víða í vísunum í Harðar sögu, er eigi voru til
á 10. öld, en komu inn í málið öldum síðar. Svo er
t. d. um orðmyndina ei í vísuorðunum:
Gangr varð ei góðr hins unga 7. k. l.v.;
Trauðr var ei Torfí at deyða 9. k.;
málmrjóðr, oh ei góðan 11. k. 1. v.;
Atta eJc ei við léttan 15. k. 5. v.
Þessi orðmynd er eigi mjög forn. Þá skoðun hefur
dr. Jón Þorkelsson, eins og fyrr getur; en hann segir,
að hún komi fyrir í handritum frá 13. öld (»Skýr-
ingar á vísum í Njáls sögu«, Rvk. 1870, 5. bls.).
Það er að minnsta kosti merkilegt, að önnur neit-
unarorð en ei skuli ekki koma fyrir í vísunum í
Harðarsögu, hvorki eigi, nje -a, nje -at, sem annars
eru höfð í fornum vísum. Neitunarorðið ei kemur