Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 264
264
Þessar orðmyndir sýna, að vísur þær, er þessi
orð (fystr, þoshr) koma fyrir í, eru eigi svo fornar,
að þær geti verið frá dögum Harðar, og að minnsta
kosti eigi eldri en frá 13. öld, en eru að líkindum
enn yngri.
ur í stað r:
silfrlcers Gná þesra 9. k.;
minn varð mágr hranna 20. k. 1. v.;
Hörðr feldr at jörðu 37. k.
Hjer verður að lesa silfurlcers, mágur, Hörður, svo
að að sex verði samstöfur 1 visuorðunnm (sjá »Skýr-
ingar* Jóns Þorkelssonar og Nj. II. 26.). Dr. .Tón
Þorkelsson hefur með ljósum og skýrum rökum sýnt,
að niðurlags-errið var farið að breytast í ur fyrir
1300, en þó eptir 1263; má sjá þetta af skinnbók-
um, sem á þeim tíma eru ritaðar. »Þótt framburðr-
inn væri breyttr, vissu menn, hvernig hinn forni
framburðr hafði verið, og roeð því hinn forni fram-
burðr var talinn réttr, en hinn nýi rangr, leituðu
ritararnir við að rita eptir hinum forna framburði,
og skáldin að yrkja eptir honum, en hvorugum tókst
það fullkomlega, og þeim veitti þetta því erflðara,
sem stundir liðu lengra fram. Á fjórtándu öldinni
mun framburðrinn á niðurlags-errinu hafa verið á
nokkuru reiki fram að 1380. Þá mun hann hafa
verið orðinn hinn sami sem nú«, segir dr. Jón Þor-
kelsson (»um r og ur«, Rvk. 1863, bls. 31. Sbr. J.
Þ.: »Breytingar ámyndum viðtengingarháttar í Forn-
norsku og Forníslenzku«, Rvk. 1887, bls. 34.).
Konráð Gíslason ræðir og um þetta efni í Nj.
II. 24.—26., og segir, að þegar á 13. öld hafi r far-
ið að breytast í ur. Þessi breyting hafi þó ekki
þegar komið fram í skáldskap. En þegar hinn nýi
framburður (ur fyrir r) hafi verið orðinn ríkastur í