Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Síða 267
267
sjór, eignarf. sjós,
í vísuorðinu:
brennu sjós man Tcenna 7. k. 2. v.
J?essi orðmynd er eígi hin forna. Hin forna orð-
mynd er sjár, eignarf. sjávar, og svo sœr, eignarf.
sœvar.
Ef vjer athugum kenningarnar í vísunum í Harð-
■ar sögu, þá eru margar þeirra eigi allfornlegar, og
hafa á sjer þann blæ, að enginn sá, er skyn ber á,
mundi eigna þær skáldum frá 10. öld. Þó er ekki
með þessu sagt, að kenningarnar sjeu í sjálfum sjer
rangar. Yæru vísurnar kveðnar af ýmsum mönn-
um, eins og sagan hermir, eru þær margar, kenn-
ingarnar, einræningslegar, og allar eru þær mjög ein-
faldar. Þannig er í mannkenningum optast kennt
við gull (eða fje), t. d.: gulls-lystir 7. k. .1. v.; auðs-
beiðir 7. k. 2. v.; sjós-brennu-beiðir sama vísa; meið-
ir (eiðs ok) hringa 11. k. 1. v.; auðar-hlynr 15. k. 5.
v.; hranna-elds-einir 20. k. 1. v.; geymir (stórra) gull-
hringa 20. k. 2. v.; ósa-elds-fœgir sama vísa; höldr
(tandrauðra) Nílsanda 21. k.; flóðs-mána-viðr 27. k.;
vella-veitir sama visa; hranna-brennu-Baldr 33. k.
Af mannkenningunum eru þá tólf lagaðar á þennan
hátt, en mannkenningarnar eru alls 25, ef eyðir góð-
verka 15. k. 4. v. er talið með. Kenningin meiðir
eiðs ok hringa er reglulega vandræðaleg, og fornleg
«r hún eigi. Af höfuðorðum í mannkenningum kem-
ur beiðir þrisvar fyrir, og það tvisvar í sömu vís-
unni (7. k. 2. vísa). Kenningin höldr (tandrauðra)
Nilsanda er alveg röng. »Hauldr eða höldr er ann-
•ars óðalsbóndi (í Noregi), og þar næst=maðr«, segir
Jón Þorkelsson (»Skýr.» 13. bls.); sbr. Sn E. I. 530:
»Þegnar ok havlþar, sva erv bvendr kallaðir.« Höldr
er einnig = maður, almennt, Korm. 8, 3. (Sjá Lex.