Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 268
268
poet. undir Höldr). Það er því rangt, að hafa höldr
sem aðalorð í mannkenningu. Eins mætti þá hafa
t. d. þegn í mannkenningu, og mjer þykir hugsan-
legt, að svo sje i Harðar sögu 3 k. (1. vísan í sög-
unni):
Gipt hefir þorna þoptu
þegn nam slíJct at fregna
gamall benhrlðar beiðir
brynfatla Grimkatli.
Dr. J. Þ. tekur þetta saman þannig: Gamall beiðir
brynfatla benhríðar hefir gipt Grímkatli þorna þoptu.
Þegn nam at fregna slíkt — og skýrir þannig: ben-
hríð, sárhríð, blóðug hríð; brynfetill sýnist vera sama
sem sverðfetill, þ. e. ól, er sverðið hjekk við og
gekk upp yfir öxlina; benhrið brynfatla, blóðug sverð-
fetlahríð, bardagi. Þegn = maður. Hvernig Sv. Eg.
hefur tekið saman, sjest ekki (í Lex. poet), en hann
þyðir benhríð með (pugna =) orusta. Það væri rjett
eptir öðru, að höfundur (eða höfundar) vísnanna í
Harðar sögu hefði ætlazt til, að brynfatla-þegn væri
mannkenning; það er ekki öllu verra en Nilsanda-
höldr. Til styrkingar kenningunni Nilsanda-höldur
tjáir ekki að vitna í hjörþeys-höldr í Gunnlaugs sögu
Ormstungu (Isl. II. 251); því að þar á að lesa höðrT
en eigi höldr, eins og Jón Þorkelsson getur til
(Gunnl. 1880, 29. bls.), og fellst K. G. á þá tilgátu
sem ágæta (Nj. II. 939).
eyðir góðverka og geymir galdra eru eigi forn-
legar kenningar, ef það annars geta heitið kenn-
ingar.
Hálfkenning kemur fyrir í Harðar sögu 21. k. í
visuorðinu
hreytar get ek at viðrnám veiti,
og sýnir það, að vísan er eigi mjög forn, því að-