Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Side 269
269
hálfkenriingar koma eigi fyrir hjá fornskáldum, ef
rjett er að gáð. Próf. Bugge hefur þó reynt til að
sýna, að hálfkenningar komi fyrir hjá fornskáldum
í ritgjörð hans: »Om versene i Kormakssaga,* en
jeg fæ eigi sjeð, að honum hafi tekizt það. Það
dugir ekki, að vitna í t. d. vísurnar í Víglundar
sögu, því að þær vísur eru eigi ortar fyrr en á 14.
öld. Þar sem hálfkenningar virðast koma fyrir hjá
fornskáldum, eins og t. d. í vísunum í Kormaks
sögu, mun eitthvað vera úr lagi f'ært, eins og dr.
Björn Ólsen hefur sýnt fram á í ritgjörð hans »Om
versene i Kormaks saga«. I Gísl. 45., 130., 164.
bls. er fyrri helmingur vísu þannig:
Eigi verðr enn orða
oss lér um þat slcorða
gefn drepr fyrir mér glaumi
gott úr hverjum draumi.
•Sv. Eg. tekur þetta svo saman (Gfísl. 174.): Eigi
verðr enn gott úr hverjum draumi; skorða lér oss
orða um þat: gefn drepr glaumi fyrir mér, og segir,
að hjer sje skorða og gefn hálfkenningar. Jón Þor-
kelsson tekur eins saman í skýringum á vísum i
Gísla sögu Súrssonar, 11. bls., og segir, að skorða
og gefn sjeu hálfkenningar eða ófullkomnar kenn-
ingar. skorða lér oss orða um þat skýrir hann svo:
draumkonan gefr mér tilefni til að tala um það.
Gefn drepr glaumi fyr mér — draumkonan spillir
gleði minni. Ef þetta er rjett, að skorða og Gefn
sjeu hjer hálfkenningar, þá sýnir það, að þessi vísa
er eigi mjög forn. Annars er það skrítið, að kalla
draumkonuna skorðu = stöng, og svo Gefn, sem er
Asynju heiti. Og hver er eiginlega hugsunin í orð-
unum: Skorða lér oss orða um þatf Líklegast þyk-
ir mjer, að hjer sje eitthvað aflagað. í stað skorða