Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 270
270
mætti geta til borða: horða-gefn væri rjett kven-
kenning, og þá ætti að taka svo saman: Eigi verðr
enn gótt ór hverjum draumi; oss lér orða um þat..
Borða-gefn! glaumi drepr fyr mér. Borða-gefn væri
þá Auðr, kona Gísla, er hann ávarpar í vísutini.
Ritarar á 15. öld, er ekki hafa hneykslazt á hálf-
kenningum, hafa líklega ætlað að lagfæra vísuna
með því að setja skorða í stað horða.
Kenningin tótta-Týr (27. k.j er óvanaleg, og-
enda óeðlileg; fornleg er hún að minnsta kosti eigi.
Sumar kvenkenningarnar eru einnig nýlegar, t.
d. urðþvengs-hlíðar-Auðr. Um þessa kenningu segir
Jón Þorkelsson (»Skýr.« 9. bls.j: »Auðr er kven-
mannsnafn, og skiftist það á við Unnr, svo að hin
sama kona er ýmist kölluð Auðr eða Unnr, en Unnr
er hið upphaflega og rétta nafn. Einarr Gilsson, er
uppi var á síðara hluta 14. aldar, fer með nafnið
Unnr sem Ásynju heiti, þar er hann segir: Ærðist
ofnis jarðar Unnr (Guðmundar saga Arngríms ábóta,
9. kap.: Bisk. II. 19). Svo er og hér farið með
nafnið Auðr sem Ásynju heiti. Slíkar kenningar
finnast trauðlega hjá fornurn skáldum, en vísurnar
i Harðar sögu eru naumlega eldri en frá 14. öld,
og er því eigi kyn, þótt i þeim finnist nýlegar
kenningar og nýlegar orðmyndir«.
Svo er og nafnið Auðr haft sem Ásynju-heiti í
vísunni í 12. k., í kenningunni: ermvangs-hranda-
Auðr. Hjer er Auðr reyndar tilgáta Jóns Þorkels-
sonar, í stað eyðir, en sú tilgáta mun fyllilega
rjett.
Valkyrjuheitið Hlökk er haft sem tröllkonu-
heiti, er hugurinn er kallaður Hlakkar-stormr (12.
k.; J. Þ.: »Skýr«. 9.—10. bls.j. Hlakkar-stormr væri
rjett orustukenning, og svo þýðir Sv. Eg. orðið hjer