Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 271
271
«
(Lex. poet.), en sú þýðing kemst hjer eigi að, og
mun rjett vera skýring Jóns Þorkelssonar, að HlöJck
sje hjer haft sem tröllkonuheiti. Fyrri hluti vísunn-
ar, er hjer ræðir um, er svo:
Hinn er mestr í manna
minnum hafðr, sem ek inni,
harmr í Hlákkar stormi
hunmargra Þorbjargar.
þ. e.: ílinn harmr er mestr í Hlakkar stormi Þor-
bjargar, hafðr í minnum hunmargra manna, sem ek
inni. Eigi mundu fornskáldin hafa kveðið svo, að.
kalla hugann Hlakkar-storm. En út af þessu kem-
ur mjer í hug, hvort eigi kunni svo að vera, að
annað valkyrjuheiti sje haft sem tröllkonuheiti í
Bisk. s. I. 90. k. 1. v. (sbr. J. Þ.: »Skýr. á vís. í
Guðm. s. Arasonar« o. sv. frv. 15. bls.):
Morgunn kom yfr Mistar fergi
mannraun hlaut þá Aron sanna
ráðinn var honurn raunmjök dauði
randa storms af Svínfells-Ormi —
Hjer mætti taka saman orðin randa-storms-Mist-
ar-fergi, og væri það rjett mannkenning: röndr
skjöldur; randa-stormr, skjalda-veður, orusta; Mist,.
valkyrjuheiti, haft hjer sem tröllkonuheiti; tröllkona
bardaga, öx; öxar-fergir, mannkenning. — Þessa vísu
hefur að líkindum ort Þormóður prestur Olafsson,.
er fyrr var nefndur.
Að þvi er til hendinga kemur í vísunum í Harð-
ar sögu, þá eru þær rjettar, nema að eins í vísu-
orðinu:
mér, ok svá er hann fieirum 21. k. 1. v.
Hjer eiga að vera aðalhendingar. Því ritar J. Þ..
(»Skýr.« 11. bls.):
mér, ok svá er hann flerum,