Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Page 273
273
kvæð. Þetta vísuorð er ótrúlega líkt vísuorðunum:
hreytar get ek at viðrnám veiti \ vargi trú ék at þegn-
ar bjargi 21. k., og líklega ort af sama manni.
Ef vjer viljum heimf'æra hinar fornu bragregl-
ur upp á visurnar í Harðarsögu, þá sýnast allmörg
vísuorð vera svo, að þessum reglum verði eigi kom-
ið að, og bendir það á, að vísurnar eru eigi kveðn-
ar á gullöld hins forna kveðskapar, og mun það
einkum vera að þessu leyti, að K. Gh kallar vísurn-
ar vanskapninga.
Vísuorðin: gangr varð ei góðr hins unga (------
— |-------[ — —) 7. k. 1. v. og hugðarfullr hvergi
bregðast (---------|-------| — -) 33. k. eru of löng,
því að-------r----(molossus) getur eigi komið í stað
------(sjpondeus) eða — — (trochœus), og getur því
ekki komið fyrir í dróttkvæðum hætti eptir hinu
forna lögmáli um löng og stutt atkvæði. Fyrri
helming vísu þeirrar, er í er vísuorðið hugðarfullr
hvergi bregðast, ætla jeg megi rita þannig:
Mjer lízt málma snerru
meiðr sá er ferðar beiðir
hugðarfullr hvergi bregðast
hann at njósnir Icanni —
og taka saman: mjer lizt hvergi bregðast, at hann
kanni njósnir, sá hugðarfullr málma snerru meiðr, er
beiðir ferðar. Jón Þorkelsson (og Þórleifur Jónsson
eptir honum) les hannarr í stað hann at, og tekur
svo saman: Mér Uzt hvergi bregðast, at sá hannarr
málma snerru meiðr, er beiðir ferðar hugðarfullr,
kanni njósnir (J. Þ.: »Skýr.« 14. bls.).
Silfurkers Gná þersa (------|-------| —— ) 9. k.
er rangt af því, að Gná, áherzluorð, stendur þar i
vísuorðinu, er áherzlulaust orð ætti að vera.
er Sigmundi bauð branda (— — | —-— | — -) 12. k.
18