Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 8
SAMHLJÓÐAN GUÐSPJALLANNA
Efnisval.
Sá sem les samanburðarrit Samstofna guðspjallanna geng-
ur fljótt úr skugga um það, að mikil samhljóðan er í milli
þeirra.
Hún birtist fvrst og fremst í efnisvali.
Öll þrjú guðspjöllin segja riokkuð frá Jóhannesi skírara,
unz Jesús tekur skírn af honum. Þvi næst lýsa þau freist-
ingu Jesú og starfi hans í Galíleu, bæði kenningu lians og
kraftaverkum, og ferð norður fyrir landamærin. Þá tekur
við frásögn um síðustu ferð bans til Jerúsalem, starf bans
þar fáeina daga, kvöl og dauða og upprisu.
Til þess að gera sér sem fyllsta og ljósasta grein fvrir þess-
ari efnissamliljóðan, er hyggilegt, að leggja til grundvallar
stytzta guðspjallið, Mark., og athuga, hvaða kaflar þess eða
vers séu í báðum liinum guðspjöllunum. Um einstaka vers
þess kann að sönnu að vera álitamál meðal fræðimannanna, og
fer það nokkuð eftir því, liver samanburðarrit er stuðzt við.
En samkvæmt bók Hucks má telja eftirfarandi kafla og
vers Mark. eiga bliðstæður bæði í Lúk. og Matt. að meira
og minna leyti.
Fyrirsagnirnar sýna, bvað sameiginlegt er, og tilvitnanirn-
ar í Lúk. og Matt., hvar vers Mark. er að finna í þeim.
Jóhannes skírari og prédikun hans: Mark. 1, 2—5, 7 n. Lúk. 3,
1—6, 16. Matt. 3, 1—3, 5 n, 11.
Skírn Jesú: Mark. 1, 9—11. Lúk. 3, 21 n. Matt. 3, 13, 16 n.
Freisting Jesú: Mark. 1, 12 n. Lúk. 4, 1—13. Matt. 4,
1—11.
Jesús hefur starf sitt: Mark. 1, 14 n. Lúk. 4, 14 n. Matt. 4,
12, 17.
Jesús kallar fyrstu lærisveina sína: Mark. 1, 16—20. Sbr. I.úk.
5, 1—11. Matt. 4, 18—22.