Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 131
131
lærisveinar rabbíanna fúsir til að vera eins og „kalkaður
brunnur, sem engum dropa lekur“, en þrátt fyrir það gat það
auðveldlega komið fyrir, að menn myndu ekki glöggt, og
þá tilfærðu þeir orðin eins og þeir hugsuðu sér, að þau hefðu
verið sögð, eða greindu frá viðburðunum eins og þeir töldu
þá liafa gerzt. Einnig gátu Jesú verið eignuð orð, sem bann
hafði ekki sagt á jarðvistardögum sínum, heldur t. d. krist-
inn prédikari eða spámaður, sem lalaði í nafni hans.1) Eða
gert var meira úr kraftaverki, er fram liðu stundir, lieldur
en átt liafði sér stað í raun og veru, svo sem títt er um kraf ta-
verkasögur almennt.2) Eða innileg kærleikslotning og skáld-
legt hugarflug fléttuðu í sameiningu geislasveig um höfuð
Krists. Ekkert er eðlilegra né auðskildara en þetta um erfi-
kenningu, sem berst áratug eftir áratug munnleg og skrif-
leg frá manni til manns. Dýrasta og lielgasta erfikenning vor
mannanna er ekki óliáð þeim lögum, sem ríkja í lieiminum
á þessum sviðum.
En langmest gætir þess, hve straumurinn, mikill og mátt-
ugur, leggst þungt á í sömu ákveðnu stefnu. Hann er einn og
hinn sami, þótt yfirborðið gárist misjafnlega. Og í djúpun-
um er undirstraumurinn einnig alslaðar ást og traust og
tilbeiðsla safnaðanna. Erfikenningin, sem brýzt þannig fram,
er þeirra rétta líf. Ekkert sýnir betur fáfræði þeirra eða
lieimsku, sem hyggja, að uppsprettan hafi i rauninni engin
verið.
Öll erfikenningin ber með fullri nákvæmni og sambljóð-
an vitni um sögulega sjónarsviðið, sem Jesús kemur fram
á, bæði landfræðilega og aldarfarslega. Þetta er bægt að
sýna og sanna. Það er ekki aðeins Nýja testamentið, sem
bregður skýru ljósi yfir andlega ástandið á Gvðingalandi
um Krists daga, lieldur einnig sægur af gyðinglegum heim-
ildum. Tíðarsöguleg mynd af því verður ljós. Erfikenningin
um Jesú, orð og atvik úr lífi hans svarar til hennar með
óyggjandi vissu. Blærinn yfir því, sem hann segir og gerir,
er svo sannur og lifandi, að glöggt sér í baksýn Gyðingaland
og fjölbrej’lt þjóðlíf þess. Frásögnin svifur ekki í lausu lofti.
1) Sbr. t. d. Matt. 18, 15 nn.
2) Sbr. t. d. Mark. 5, 2 við Matt. 8, 28, og Mark. 10, 46 við Matt. 20, 30.
í Mark. er sagt frá lækningu eins manns hvort sinnið, en i Matt. eru menn-
irnir taldir tveir. Þar sem nú frásagnir Mark. eru með upphaflegri l)læ og
Mark. heimildarrit að Matt., en ekki öfugt, ]>á verður að telja frásögn ]>ess
réttari. Enda er sennilegra, að kraftaverkið aukist i meðförunum, heldur
en úr þvi sé dregið, og einn maður aðeins talinn læknaður i stað tveggja.