Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 64
64
ræður líkt og í Matt., þá væri óskiljanlegt, hvað honum liefði
getað gengið til að slíta þær sundur eins og hann gerir.1) Hitt
er aftur á móti mjög eðlilegt, að sundurlausar málsgreinar
og ræðuhrot séu hrædd saman í heilar ræður eins og í Matt.
Þessi skoðun stenzt einnig nánari gagnrýni. Höfnndar Lúk.
og Matt. hafa vísast skipað niður efni Ræðuheimildarinnar á
sama veg sem Markúsarheimildinni.2) Höf. Matt. raðar saman
í langa ræðukafla og fellir þá inn í þar, sem skylt efni er fyrir,
en höf. Lúk. lætur röðina lialda sér eftir föngum. Miklu erfið-
ara er um það að dæma, í hvoru guðspjallinu orð Ræðuheim-
ildarinnar séu upphaflegri. Það er ýmist. Harnack liallast að
því, að útkoman verði sú, að orðalagið i Matt. sé upphaflegra.
Streeter er á gagnstæðri skoðun.3) Minnstur er munurinn á
stuttum og meitluðum setningum Jesú, einkum þeim, sem eru
hliðstæðar hendingar eða ljóð, og munu þær hafa varðveitzt
betur í Matt.4 5)
Þegar höfð er til hliðsjónar meðferð liöfunda Matt. og Lúk.
á Markúsarheimildinni, vaknar ennfremur sú hugsun, hvort
þeir hafi ekki valið sumstaðar sitt efnið hvor úr Ræðulieim-
ildinni, en hvorugur notað hana lil fullnustu. Þetta virðist i
alla staði mjög eðiilegt og rétt að ganga út frá því, þótt
það verði litl sýnt með rökuin. Aftur á móti má sanna það
um mikið af sérefni Matt. og Lúk., að það liafi ekki lieyrt
Ræðulieimildinni til, því að þar koma glöggt fram séreinkenni
höfundanna.r) Sá kafli, sem mun með helztum likum mega
telja fremur til Ræðuheimildarinnar en sérefnisins, er dæmi-
sagan um pundin (Lúk. 19, 11—27 og Matt. 25, 14—30).
Af öllu þessu má sjá, að nokkur gögn eru fyrir liendi til
þess að leiða það í ljós, hvernig rit Ræðuheimildin liafi upp-
Iiaflega verið.
Fremst hafa staðið þeir kaflar, sem höfundar Matt. og Lúk.
Iiafa fyrsta, og í sömu röð: Prédikun Jóhannesar skírara, skirn
Jesú, freistingin, Fjallræðan (ræðan á sléttlendinu) í svipuðu
formi sem í Lúk. og sagan um lækningu þjóns hundraðs-
höfðingjans. Næsta frásögn Ræðuheimildarinnar í Lúk. er
um orðsendingu Jóliannesar skírara og svar Jesú við henni.
1) Sbr. bls. 57 n.
2) Sbr. bls. 43—44.
3) Sbr. The Four Gospels, bls. 273 nn.
4) C. F. Burney: The Poetry of our Lord, 1925.
5) Um lietta má lesa nánar t. d. i Harnack: Spriiche und Reden Jesu,
bls. 128 nn.