Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 275
275
þessa heimild sína, liærra en allar aðrar, og enn hærra en
Lúkas gerir, sem á löngum köflum tekur annað efni fram
yfir hana.1)
Ástæðurnar fyrir því, að liöf. Matt. sleppir sérefnisversum
Mark. og köflunum 9, 38—40 og 12, 41—44, hafa verið greind-
ar fvrr.2) En yfirleitt er alstaðar vel skiljanlegt, hvað muni
valda, að hann fellir versin úr. Hann segir t. d. ekki söguna
um lækning manns með óhreinan anda, fyrstu kraftaverka-
söguna úr lífi Jesú skv. Mark. (1, 23—28) og Lúk. (4, 33—
37), af því, að lionum hefir sennilega ekki fundizt hún jafnvel
fallin til þess að varpa ljósi yfir undramátt Jesú eins og
sögur þær, sem liann raðar saman í 8. og 9. kap. Og frásagan
um morgunbæn .Tesú og flótla frá Kapernaum hefir sennilega
ekki verið i samhljóðan við skoðun guðspjallamannsins á
kraftaverkum Jesú. Hann hefir einmitt talið Jesú sérstaklega
„út genginn“ til þess að vinna þau. Því kýs liann að láta
söguna hvíla í þagnargildi.
Guðspjallamaðurinn stvttir einnig víða Maxkúsarefnið,
sem hann tekur, sérstaklega sögurnar um lækningu lama
mannsins (Matt. 9, 1—8 =7^ Mark. 2, 1—12) og óða mannsins
í Gerasa (Matt. 8, 28—34 Mark. 5, 1—20), vakningu dóttur
Jaírusar (Matt. 9, 18—26 ^ Mark. 5, 21—43) og lækningu
flogaveika piltsixis (Matt. 17, 14—20 ^ Mark. 9, 14—29).
Hann vill augsýnilega draga efnið saman sem mest og láta
frásögu sína verða fáorða og gagnorða. Honuin tekst það
með því annarsvegar að fella allt það úr, er talizt gæti mála-
lengingar, og hinsvegar nxeð því að láta niður falla lifandi
lýsingar á einstökum atriðum.3) Þær hafa- ekki haft sama
gildi fjrrir hann, senx þær hafa fyrir nútimasagnfræðinga,
því til styrktar eða sönnnunar, að sjónarvottur segi frá. Les-
endur munu yfirleitt ekki hafa efazt um áreiðanleik frá-
sagnanna, og liafi einhverir þeirra gert það, þá myndi ekki
hafa verið farin sú leið að benda á þessi atriði til þess að
sannfæra þá um gildi þeirra. Hið sama gildir um afstöðu
Lúkasar til þessara lifandi lýsinga Mark.
Brejrtingar þær, senx guðspjallamaðurinn gerir á orðalagi
Mark.,4) stafa margar af því, að hann hyggst að fegra málið
sem mest. Fer viðleitni þeirra Lúkasar heggja í þeim efn-
1) Sbr. t. d. bls. 76—78.
2) Sbr. bls. 52.
3) Sbr. bls. 50—51.
4) Sbr. bls. 30—31.