Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 258
258
í kristnum höfuðsöfnuði, og' trauðla skorazt undan þvi, að
takast þann vanda á hendur. Með því að rita guðspjall sitt
gerist hann einnig kennarí allrar kristninnar.
Höf. er Gyðingur, sem öðlazt liefir óbifanlega sannfæringu
um það, að Jesús frá Nasaret sé hinn fyrirheitni Messias,
sem spádómar Gamla testam. hafi liljóðað um; það sem
Guð liafi talað i orði hinna lielgu rita liafi allt rætzt með
komu Krists. Hann leggur mesta kapp á að sanna þetta fyrir
lesendum sínum.1) Hann er fastlieldinn við lögmál feðra
sinna og réttlæti þess (6, 1, 33; 7, 12) og andvígur þeim,
sem hrjóta eitt hið minnsta af hoðorðum þess og kenna öðr-
um að gera hið sama (5, 19). Lögmálsbrotin munu loka
fyrir mönnum leiðinni inn í guðsríki (7, 23; 13, 41; 23, 28; 24,
11 n). „Þangað til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki
einn smástafur eða stafkrókur lögmálsins undir lok líða,
unz allt er komið fram“ (5, 18). Jafnvel allt það, er fræði-
mennirnir og Farísearnir á stóli Móse segja, skal gjöra og
halda (23, 2 n) og m. a. s. ekki ógjört látið, að gjalda tíund
af myntu, anís og kúmeni. Hann telur Gyðinga liafa þá sér-
stöðu, að Jesús hafi fyrsl og fremst verið sendur til týndra
sauða af húsi þeirra (15, 24) og boðið einnig lærisveinum sin-
um að fara til þeirra, en leggja ekki leið sína til heiðingja
né Samverja (10, 5). Hann er vísast fæddur „í dreifingu“
Gyðinga meðal Grikkja. Hann liefir gott vald á grískri tungu
og vitnar nokkuð til LXX.
Þó er liann jafnframt vafalaust ágætlega að sér í hebresku,
gerkunnugur frumtextanum og honum svo handgenginn, að
liann byggir oft tilvitnanir sínar á lionum, og sumstaðar í
guðspjallinu — ekki aðeins í Markúsar og R-heimildun-
um — kemur fyrir orðalag, runnið frá málfari Gamla testam.,
sem þekkist ekki í griskum bókmenntum frá þeim timum.2)
Höfundurinn er hersýnilega „lærður maður“, guðfræðingur,
en ekki leikmaður eins og t. d. Markús, kostgæfilega
fræddur í helgirilum Gyðinga. Lærdómur hans og fimi i
rökfærslu kemur þá sérstaklega fram, er hann leitar sann-
ana Gamla testam. fyrir því, að Jesús sé Messías og sonur
Guðs. Og snilldarleg niðurskipun hans á orðum Jesú í langar
ræður ber ekki aðeins vitni um andriki og djúpsæi, heldur
einnig um hámenntaðan mann. Sama er að segja um volduga
1) Sbr. bls. 25.
2) Sbr. rannsóknir Hawkins og Soltau, sem getur i Bacon: Studies in
Matthew, bls. 157 nn.