Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 171
171
í öllu.m kaflanum um Jesú í storminum, læknað brjáiæði,
dóttur Jaírusar og blóðfallssjúku konuua og vantrú i ættborg
Jesú er sambengi mjög náið og eðlilegt. Liggur því beint
við að skýra það þannig, að atburðirnir bafi blátt áfram
gerzt í þeirri röð, sem þeim er lýst. Þessvegna verður ekki
úr því skorið, hvort heldur hafi verið til smárit um það í
Rómasöfnuðinum, sjálfstætt ritbrot, sem Markús hafi tekið
upp í guðspjall sitt, eða liann hafi skrifað um þá eftir minni
samkvæmt því er Pétur bafði sagt frá.
Frásögurnar um mettun fimm þúsunda, bátsferð og lend-
ingu hafa vísast verið til ritaðar í söfnuðinum. Þá ályktun
má draga af samanburðinum á köflunum 6, 30—7, 37 og 8,
1—26, sem eru mjög liliðstæðir eins og áður hefir verið
drepið á.1) Fyrstu frásögurnar i báðum eru um 1. mettun,
2. bátsferð og lendingu, og má finna hliðstæðu að þeim í Jó-
bannesarguðspjalli 6, 1—21. Mettunarsögurnar í Mark. eru
mjög líkar: Jesús er með lærisveinum sínum og miklum
mannfjölda á óbyggðum stað. Hann kennir i brjósti um
mannfjöldann og á tal um það við lærisveina sína, að fólk-
inu verði gefið að eta. Þeir telja tormerki á því. Sjö stykki
af mat eru borin fram (6, 38: Fimm brauð og tveir fiskar.
8, 5: Sjö brauð). Jesús býður öllum að setjast niður á jörð-
ina: „Og liann tók brauðin . . . blessaði (8, 6: Gjörði þakkir)
og braut brauðin (8, 6: Þau) og fékk lærisveinum sínum til
að bera þau fram . . . Og allir (8, 8: Þeir) neyttu og urðu
mettir. Og þeir tóku upp brauðbrotin“. Sérstaklega er það
eftirtektarvert í báðum sögunum, að sagt skuli frá brotn-
ingu brauðsins með samskonar orðalagi sem við kvöld-
máltíðina í Jerúsalem (14, 22). Mismunur á sögunum er
ekki mikill. Hin fyrri er ljósari og meira lifandi. Þar
vekja lærisveinarnir fyrr máls á vandkvæðum fólksins, en
Jesús í binni síðari. Matföng og matarleifar eru ekki bin
sömu, og mannfjöldinn áætlaður 5000 karlmenn í fyrri sög-
unni, en 4000 í hinni síðari. Hvortveggja sagan mun senni-
lega lýsa sama viðburðinum. Það verður þó ekki ráðið fyrst
og fremst af líkingunni, heldur af því, að vonleysisspurn-
ing lærisveinanna: „Hvaðan skyldi maður geta mettað þessa
menn á brauði i óbygð?“, væri lítt skiljanleg, ef þeir hefðu
verið nýbúnir að sjá Jesú metta af undurlitlum föngum í
óbyggð enn þá stærri mannfjölda. Milli frásagnanna um
1) Sbr. bls. 52—53.