Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 161
161
að streyma af vörum þcirra, verður þá ekki enn brýnni þörf-
in á því, að hann varðveitist áfram ritaður? Minningar Pét-
urs og annara þurfa að geymast þannig kristnum mönnum
til huggunar og styrktar í eldraununum. Margir postulanna eru
hnignir í valinn og þeim fækkar óðum, sem liöfðu þekkt
Jesú persónulega. Má vera, að Markús sé hinn eini þeirra i
Róm. Þeim sem eftir lifa verður að reyna að bæta eftir föng-
um skilnaðinn við þá með því, að lijálpa þeim lil þess að
varðveita mynd Jesú lifandi lijá sér og fá þeim trúhoðsrit
í hendur. Rómasöfnuðinum hrjáða og lirakta er færð þessi
gjöf, meðan loftið er enn þungt af helskýjum yfir liöfðum
þeirra. Til hans þykir Markúsi gott að heina í alveg bók-
staflegri merkingu orðum Jesú: „Vilji einhver fylgja mér,
þá afneiti liann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi
mér, þvi að hver, sem vill hjarga lífi sínu, mun týna því,
en hver sem týnir lífi sínu mín vegna og fagnaðarerindis-
ins, mun hjarga því. Þvi að hvað stoðar það manninn að
eignast allan lieiminn og fvrirgjöra sálu sinni? Þvi að hvaða
endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína? Þvi að hver,
sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari liórsömu
og syndugu kynslóð, fjrrir liann mun og manns-sonurinn
hlygðast sín, þegar liann kemur í dýrð föður síns með heilög-
um englum“ (Mark. 8, 34—37, sbr. einnig 4, 17; 10, 30). Þá lá
beint við, að Markús vrði túlkur Péturs með þessum liætti, þegar
hann gat ekki lengur flutt kenninguna með honum. Það var
eðlileg afleiðing af fyrra starfi hans á þessum tímamótum.
Sumir fræðimenn hafa viljað færa frekari líkur að þessu
með því að skírskota til Endurkomuræðunnar (Mark. 13), en
á því er ekki að bvggja. Engar heinar upplýsingar fást um
það, livort Pétur er dáinn, þegar guðspjallið er skrifað. Þess
hefði lielzt verið að vænta í niðurlagi þess. Tvisvar áður er
húið að segja frá því, að Jesús muni fara upprisinn á undan
lærisveinunum til Galileu (14, 28; 16, 7), og í síðara sinnið
er sagt, að þar muni þeir sjá hann. Það er mjög líldegt, að
síðast í guðspjallinu liafi átt að vera eða verið frásögn um
það, hvernig þetta fyrirheiti hafi rætzt og hvernig drottinn
liafi hirzt Símoni (shr. Lúk. 24, 34; 1. Kor. 15, 5; Jóh. 21, þar
segir Jesús fyrir píslarvættisdauða Péturs; Pétursguðspjall),
en Mark. endar eins og Pétursguðspjall í miðri málsgrein.
Þannig haggar Mark. hvergi við elztu erfikenningunni í
þessum efnum, heldur styður liana miklu fremur eins og
það liggur fyrir í lieild sinni.
21