Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 133
133
hún færð í letur, og þar kom, að margir tóku sér fyrir liend-
ur að færa liana í sögu. Smærri söfn eru greypt saman eða
úr þeim rituð samfelld saga um viðburði i lifi Jesú. Slik rit
mátti vel kalla sögu, þótt þau væru ekki löng, lieldur aðeins
brot eða þættir miðað við guðspjöll vor.
I höfuðsöfnuðum kristninnar, sem jafnframt ráku öflugast
trúboðsstarf, var mest um söfn og sögur, og þar lifði erfi-
kenningin fyllstu lífi og þróttugustu i minni og á tungu.
Aðalstöðvar hennar voru í þessum borgum: Jerúsalem,
Antíokkíu, Sesareu, Rúm og Efesus.
Söfnuðurinn í Jerúsalem hafði hezta aðslöðu allra safnað-
anna til þess að hakla erfikenningunni lireinni.1) Hann mót-
aði liana mest, og honum er varðveizla hennar fyrsl og fremst
að þakka. Margl féll að sönnu í glevmsku, en það geymd-
ist, sem liafði mest áhrif á söfnuðinn og liann vildi um fram
allt heina lífi sinu eftir. Það er í raun og veru Jerúsalem-
söfnuðurinn, sem mjög ræður því, livað lifir áfram af erfi-
kenningunni. Orð Jesú og frásagnir um hann, sem söfnuð-
urinn varðveitir, halda svo áfram að hreiðast út til annara
safnaða, annað siður, svo að teljandi sé. Eftir því sem tímar
liðu, færðist Jerúsalemsöfnuðurinn nær og nær g>rðingdómin-
um. Stjórn Jakohs, hróður droltins, beindist i þá átt öll þau
ár, sem liann hafði safnaðarforstöðuna, til dauðadags, 62.
Ivristindómsstefna safnaðarins, sem mótaði erfikenninguna,
var i íhaldssömum gyðinglegum anda, fastheldin við lög-
málið. Heiðingjar voru að vísu tækir i söfuðinn, en þar þurfti
að liafa alla varúð við og setja þeim strangar reglur. Menn
frá Jakobi kornu Pétri til þess í Antíokkíu að liætta að sam-
neyta heiðnum mönnum, liann dró sig í hlé af ótta við þá,
sem liéldu fram umskurninni, og aðrir Gyðingar þar fetuðu
i fótspor lians (Gal. 2, 11 n). Það var að Jakobs ráðum og
vilja, að Páll postuli lét hreinsast í Jerúsalem árið 582)
samkvæmt lögmálsfyrirmælum til þess að sýna, að hann
gætti sjálfur lögmálsins i hreytni sinni og hæri virðingu
fyrir því (Post. 21, 20 nn). Viðurnefni sitt, „hinn réttláti“,
hlaut Jakob af því, live fast liann fylgdi lögmálinu, og hann
1) Sbr. bls. 110—111.
2) Tímatalið, sem fylgt er í þessuni kafla og síðari köfluin um Markús og
Lúkas (bls. 150—152; 199—201), er miðað við það, að Gallíó hafi orðið lands-
stjóri i Akkeu sumarið 51 og Gvðingar í Korintuborg dregið Pál fyrir bann
það ár seint á starfstima Páls í borginni. Út frá því eru svo ártölin rakin
aftur á bak og áfram. Um þetta má lesa nánar í bók Magnúsar Jónssonar
um Pál postula, bls. 12—15.