Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 137
137
ingdóminum. Síðustu æfiár sín, á tínnim Nerósofsóknarinnar,
starfa þeir postularnir saman í Róm, unz þeir eru teknir af
lífi árið 67.1) Við samstarfið hefir stefnumunur þeirra sífellt
farið minnkandi. Söguminningarnar um jarðlíf Jesú og
samlífið við hann upprisinn falla í einn farveg.
Öll þessi saga ræður miklu um þróun erfikenningarinnar
í Róm. Jafnframt verður að taka fullt tillit til þess, hvernig
hin volduga höfuðhorg var. Hún var ekki lengur ítölsk, held-
ur allra þjóða borg'. Straumarnir, sem féllu um Rómaveldi,
komu þar upp. Líf ríkisins og menning áttu þar miðstöð
sína. I öllum greinum skyldi höfuðborgin veita forvstu. Og'
þá skyldu tekur Rómasöfnuðurinn sér á herðar innan kristn-
innar. Honum var kunnugt um sögurit Rómverja og æfi-
sögur einstakra manna, og því knúði þörfin fast á hjá lion-
um, að saga Jesú vrði færð í letur og rakinn sögulegur upp-
runi kristindómsins. Nauðsynin á því var enn brýnni fyrir
það, að höfuðpostularnir miklu voru fallnir frá. Slíkrar hugg-
unar af lielgum ritum var einnig gott að leita í eldraunum
ofsóknanna. Kvöl og dauði vofðu yfir einstaklingunum.
Orðið varð ekki deytt. Orðið drottins dagana lifir alla.
Loks má telja Efesus eina af aðalstöðvum erfikenningar-
innar. (Korintuhorg stendur ekki jafn framarlega í þeim
efnum, og Alexandría ekki fyrr en síðar, að loknu postula-
tímabilinu). Hún var höfuðborg' í skattlandinu Asíu, voldug
og mannmörg, svo að kristnir menn hljóta snemma að liafa
fengið hug á að boða þar trú. Hverir það liafa gert fyrstir
og hve nær það hefir orðið, er ókunnugt. En vafalítið hefir
söfnuður þegar verið slofnaður þar, er Páll postuli kemur
þangað í þriðju kristniboðsför sinni, árið 53.2) Hann prédik-
ar framan af í samkundu Gyðinga og starfar meðal þeirra í
3 mánuði. Gj'ðingahjón frá Róm, Priskilla og Akvílas, styðja
starf hans. Siðar tekur Páll að boða þar heiðingjum trú og
dvelur hann samfleytt í Efesus á 3. ár, eða lengur en í nokk-
urri annari borg á trúboðsferðum sínum. Kristnuðum heið-
ingjum fjölgar meir og meir i söfnuðinum, svo að hann má
telja hellenskastan allra safnaða um þessar mundir. Páll
mótaði hugsanalíf hans að svo miklu leyti sem söfnuðurinn
gat skilið og samþýlt sér kenningu manns, er hafði alizt upp
við fætur Farísea. Það er Efesussöfnuðurinn, sem túlkar
1) Uni þetta má lesa nánar í ritgerð ininni, Píslarvætti Péturs og Páls
postula, í októberhefti Kirkjuritsins 1936. Sbr. einnig bls. 162—163.
2) Sbr. J. Weisz: Das Urchristentum, bls. 238.
18