Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 59
59
Matt. 25, 14- -30; Lúk. 14, 15—24 sbr. Matt. 22, 1—10).1) Stíl-
breytingar eru fleiri á þessum versum en binum fyrrnefndu
og auk þess ýmiskonar annar munur. T. d. er Lúk. frábrugð-
ið Matt. á þessum stöðum: I freistingarsögunni er það tekið
fram, að Jesús liafi verið „fullur af heilögum anda“ og „leidd-
ur i (ev) andanum — en ekki af (vn'o) andanum, eins og segir
i Matt. — út í óbyggðina. Og' djöflinum eru lögð þau orð í
munn, að hann eigi vald á heimsbvggðinni og gefi allt það
veldi hverjum, sem hann vilji. Auk þess er röðin á freist-
ingunum ekki bin sama í báðum guðspjöllunum. í niður-
lagslíkingu Fjallræðunnar er lögð áberzla á það, að mikið
starf þurfi til þess að leggja vel undirstöðu hússins. „Faðir
vor“ er miklu styttra, en aðalefni þess þó bið sama sem
í Matt. Þegar Jesús sendir lærisveina sína um landið, fel-
ur bann þeim ekki aðeins að boða það, að guðsríki sé í
nánd, heldur skuli þeir jafnframt lækna. Og í dæmisög-
unni um týnda sauðinn er í ályktarorðunum lögð megin-
álierzla á iðrunina. Þessi ósambljóðan mun stafa af því
annarsvegar, að ýmsar breytingar eru af vilja gerðar, og liins-
vegar af því, að guðspjallamennirnir liafa baft fyrir sér mis-
munandi eintök eða útgáfur af Ræðuheimildinni, eða — sem
líklegra er — mismunandi þýðingar. Og vafalaust má telja, að
orð Jesú liafi í fyrstu verið rituð á móðurmáli bans. Þess er
ekki beldur að dyljast, að aramaiskt orðalag og setningaskip-
un sézt viða í gegnum grískuna. Þannig verður orðamunur-
inn á þessum versum auðskilinn og eðlilegur. Wellhausen
hefir manna bezt sýnt fram á þetta, af aðdáanlegri skarp-
skvggni. Hann hefir ekki aðeins bent á það víða, hvaða ar-
amaisk orð liggi bvorritveggja þýðingunni til grundvallar,
beldur einnig fundið, bvernig mislestur á aramaiskunni hefir
valdið merkingamun (si)r. t. d. Matt. 23, 26 og Lúk. 11, 41 ).2)
Sumir álíta jafnvel orðamuninn beinlínis sönnun þess,
að Ræðuheimildin liafi upphaflega verið á aramaisku, en
guðspjallamennirnir fylgi sinni grísku þýðingunni livor (Bult-
mann). Með þetta í huga liafa grísku þýðingarnar á Gamla
testamentinu verið l)ornar saman við guðspjöllin og lilið-
stæður komið víða í ljós i bvorumtveggja.3)
Með orðaforða og orðaskipun og setninga í þessum sam-
1) Sjá hls. 14—15.
2) Einleitung in die drei ersten Evangelien, bls. 13—32.
3) Sbr. T. H. Weir: The Variants in the Gospel Reports. 1920.