Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 168
168
efnum verið eitt liið fvrsta, sem skrifað var. Söfnuðirnir liafa
þannig eignazt söfn, sem frá lionum liafa verið runnin, sumir
jafnvel heila „sögu“, svo að fylgt sé orðalagi Lúk. (1, 1). Og
í þeim skilningi má að vissu leyti færa til sanns vegar erfi-
kenninguna allt frá dögum Alexandríu-Klemensar, er hann
segir Pétur á lífi þegar guðspjallið er samið.1) Evsebíus hætir
því við, að Pétur hafi staðfest það, og Híerónýmus, að hann hafi
sagt það fyrir. Þetta gæti vel átt við um einstök söfn af orðum
Jesú og frásögur um hann, enda þótt það standist ekki um
guðspjallið í lieild sinni.
Heimildir frá Pétri munnlegar og skrifaðar eru að þeim
frásögnum Mark., sem skýra frá atburðum, er Pétur var
sjálfur viðstaddur. Endurminningar hans eru þar í baksýn.
Hann var færastur allra að segja frá atburðunum og orðum
Jesú. Rómasöfnuðinn þyrsti í frásögnina af vörum hans.
Blærinn yfir henni ber sjónarvotti glögglega vitni, eins og
sagt liefir verið.2)
Við nákvæma rannsókn á allri frásögu Mark. virðast þessir
efniskaflar eiga rót sína að rekja til kenningar Péturs:
1. Jesús kallar fyrstu lærisveina sína: 1, 16—20.
2. Jesús kennir og læknar í Kapernaum: 1, 21—34.
3. Morgunhæn Jesú: 1, 35 nn.
4. Lækning lama inanns: 2, 1—12.
5. Visin hönd læknuð á hvíldardegi: 3, 1 nn?
6. Sönn skyldmenni Jesú: 3, 20 n, 31—35?
7. Jesús i storminum: 4, 35—41.
8. Læknað brjálæði: 5, 1—20.
9. Dóttir Jaírusar og blóðfallssjúka konan: 5, 21—43.
10. Vantrú í ættborg Jesú: 6, 1—6.
11. Mettun fimm þúsunda: 6, 30—44.
12. Bátsferð og lending: 6, 45 nn.
13. Játning Péturs: 8, 27 nn.
14. Ummyndnn Jesú: 9, 2 nn.
15. Læknaður flogaveikur piltur: 9, 14 nn.
16. Jesús segir fvrir dauða sinn í 2. skipti: 9, 30—32.
17. Mestur í himnaríki: 9, 33 nn.
18. Hættur samfara auðæfum: 10, 17 nn.
19. Innreiðin: 11, 1—10.
20. Gangan lil Getsemane, hæn Jesú og handtaka: 14, 27 —50.
21. Afneitun Péturs: 14, 66--72.
1) Sbr. bls. 149.
2) Sbr bls. 154—156.