Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 188
188
ingarorðum. Síðan „féll hann á kné og baðst fyrir ásamt
þeim öllum. Og allir tóku sáran að gráta og féllu um háls
Páli og kystu hann, og voru allra hryggastir yfir orði því, sem
hann liafði mælt, að þeir mundu aldrei framar líta auglit
lians“ (20, 36—38). Þannig gat trauðla annar ritað en sá, er
vissi, hvílíkur ofurharmur það væri, að eiga ekki framar
að sjá auglit Páls. En það hefir engum verið ljósara en Lúk-
asi, sem veitti honum tryggasta fylgd allra, og liefir senni-
lega ekki skilið við hann fjrr en dauðinn skildi. Hann gefur
mikilvægar upplýsingar um persónu Páls og æfistarf, og eru
þær í samhljóðan við hréf hans.
Loks má aftur minna á það í þessu sambandi, að „Vér-
heimildin“ í Post. 11, 28 er í samhljóðan við erfikenning-
una um það, að Lúkas hafi verið Antíokkíumaður.
Þannig má færa sterkar líkur fyrir því, að Lúkas sé liöf-
undur „Vér-kaflanna“, en ekkert, er mæli móti því. Þótt
ekki væri tekið minnsta tillit til erfikenningarinnar um upp-
runa guðspjallsins, þá myndu vísindamennirnir engu að
síður hallast að þessari niðurstöðu.
En í hvaða sambandi standa „Vér-kaflarnir“ við Postula-
söguna í lieild sinni? Þótt Lúkas sé höfundur þeirra, þá þarf
ekki að leiða af því, að liann sé einnig höfundur hennar og
guðspjallsins. Væri það ekki sennilegast, að kaflarnir væru að-
eins ein lieimild liennar?
Ýmsir merkir guðfræðingar hafa litið svo á, og eru lielztu
röksemdir þeirra sem hér segir:
Postulasagan er ekki skrifuð fyrr en á ofanverðri fyrstu
öld eða nálægt aldamótunum. Því að bæði er hún seinna til
orðin en guðspjallið og svo þekkir höfundurinn „forn fræði“
(Antiquitates) Jósefusar, sem lokið var að semja 93—-94 e.
Kr. Þau kvnni sjást hezt af því, að í Post. 5, 36 n eru Gamalíel
lögð þau orð í munn, að fyrir skömniu hafi Þevdas gert upp-
reisn og eftir hann Júdas frá Galileu. En þar er farið rangt
með. Þevdas hefur ekki uppreisn sína fyrr en á árunum 44
—46 e. Kr., og Júdas löngu á undan honum, 6—7 e. Kr. Villan
stafar af því, að höfundurinn hefir stuðzt heldur fljótfærnis-
lega við „forn fræði“ Jósefusar XX, 5, 1 n, þar sem fyrst er
sagt frá Þevdasi og því næst, að krossfestir hafi verið synir
Júdasar frá Galíleu, sem vakið hefði uppreisn.
Sögulegt rit eins og Postulasagan hlýtur að byggjast á
heimildum, skriflegum eða munnlegum, enda getur höfund-