Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 279
279
og hann læknaði þá. Og niikill mannfjöldi fylgdi honum úr
Galileu og Dekapólis og Jerúsalem og Júdeu og liandan yfir
Jórdan“ (Matt. 4, 23—25). Þegar guðspjallamaðurinn hefir
þannig í örfáum orðum brugðið upp mynd af hinum mikla
mannfjölda, þá iiefir hann lýst nægilega aðdragandanum að
Fjallræðunni. Guðsríkisstarf Jesú er Iiafið. Annarsvegar er
með honum flokkur lærisveina, sem fylgir honum hvert sem
hann fer, hinsvegar mannfjöldinn. Hann ávarpar hvoratveggju
frá fjallinu líkt og Móse forðum, flvtur fagnaðarhoðskapinn
um Guð og lögmál ríkis hans: „Sælir eru.“ „Sælir eruð þér.“
Ræðan eru þrír kap. í Matt. (5.—7.). Guðspjallamaðurinn set-
ur liana saman án þess að styðjast i neinu við Mark. Hann lýsir
aðeins að lokum áhrifum hennar nálega með sömu orðum sem
Mark. 1, 22: „Undraðist mannfjöldinn mjög kenningu lians,
því að liann kendi þeim eins og sá sem vald liafði, og ekki
eins og fræðimennirnir“ (Matt. 7, 28 n).
II. Annar þátturinn er Matt. 8, 1—11, 1. Þungamiðja efnis
hans á að vera ræða Jesú um skyldur þeirra, er hann sendir
til þess að fhjtja fagnaðarcrindi sitt og breiða úf guðsríki.
Verkefni þeirra er tvíþætt eins og lians. Þeir eiga bæði að
kenna og lækna — sýna með þessum hætti hvorumtveggja,
að guðsríki sé í nánd. Þeir eiga af fremsta megni að leitast
við að feta í fótspor Jesú. Nú hefir þegar verið lýst kenn-
ingu hans með Fjallræðunni. En eftir er að skýra greinilega
frá kraftaverkum hans, og það ekki aðeins til þess að sýna
mátt hans og dýrð, lieldur einnig í því markmiði, að kristni-
boðarnir taki þau sér til fyrirmyndar og reyni að reka út
óhreina anda og lækna eins og liann. Slík lýsing var eðlileg-
asti undanfari að hoðum .Tesú til þeirra, er skyldu flytja
fagnaðarerindi hans í orði og verki. Þessvegna raðar höf.
Matt. saman í flokk mörgum kraftaverkasögum. Meiri hluti
þeirra er úr Mark. 1—5, eða frásögn um 7 kraftaverk. Röð
þeirra er ekki fylgt nema að nokkru leyti, eins og sagt liefir
verið, en á því fæst ekki önnur skýring en sú, að guðspjalla-
maðurinn annaðhvort hirði ekki um liana liið minnsta eða
vilja bæta um liana. Hann eykur einnig við Markúsarheimild-
ina 3 kraftaverkasögum og gat röðin fremur riðlast við það.
Svo virðist sem guðspjallamaðurinn hafi einmitt viljað telja
upp alls 10 kraftaverk til þess að sýna og sanna lærisvein-
um Jesú undramátt trúarinnar. Má vera, að nokkru hafi
valdið um það, að máttarverk Móse á Egiptalandi voru talin
10, áður en Guð leiddi lýð sinn úr þrældómshúsinu þar. Að