Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 172
172
bátsferð og lendingu er engin ósamhljóðan, en munurinn sá,
að hin fyrri er allnákvæm, liin síðari aðeins örfá orð. Með
næstu sögum er einnig mikill svipur:
1. Deila við Farísea (um handa- 1. Deila við Farísea (um tákn).
þvott).
2. Kanversk kona (brauð barn- 2. Brauð og súrdeig.
anna).
3. Jesús læknar (daufan og mál- 3. Jesús læknar (blindan).
haltan).
Sú tilgáta liggur nú mjög beint við, að allar þessar fimm
frásögur bafi livorar um sig myndað sitt smáritið áður en
Mark. var samið. Markúsi er það ekki ljóst, að fyrstu sög-
urnar eru hinar sömu og tekur því i guðspjall sitt livorn-
tveggja flokkinn. Við þetta skýrist tvennt. Annarsvegar það,
hve frásögn Markúsar um ferð .Tesú í þessum kafla er ógreini-
leg — að ekki sé sagt óskiljanleg — og hinsvegar ástæðan
fyrir því, að liöf. Lúk. skuli sleppa svo miklu í Mark.1) Hann
liefir þekkt bæði þessi smárit (shr. Lúk. 1, 1), rannsakað
þau kostgæfilega (1, 3) og komizt að raun um skyldleika
þeirra og að mettunarsagan var ein og hin sama.
Um frásagnarkaflann, sem liefst með játningu Péturs og
endar á viðræðunum i Kapernaum um það, liver sé mestur,
gildir nálega liið sama sem um sögurnar í 4, 35—6, 6. Hann
er að kalla í óslitnu samliengi. Aðeins er stuttu orðasafni
(8, 34—9, l)2 3) hælt inn í á eftir játningu Péturs og ummælum
Jesú við Sesareu Filippí, eins og sjá má af upphafi þess:
„Og Jesús kallaði til sín mannfjöldann, ásamt lærisveinum
sínum og sagði við þá“. En við Sesareu Filippi var .Tesús
með lærisveinum sinum einum. Mætti ef til vill ætla út frá
þvi, og af lýsingunum sérkennilegu á komu Jesú og læri-
sveinanna þriggja ofan til mannfjöldans,8) að Markús iiefði
fremur skrifað kaflann eftir minni heldur en tekið upp
skrifaða heimild.
Ekkert mælir á rnóti því, að svo sé einnig um kaflana:
Hættur samfara auðæfum,4 *) innreiðina og hreinsun must-
erisins.
En frásögurnar um hæn Jesú og handtöku í Getsemane
1) Sbr. bls. 52—53.
2) Sbr. bls. 121.
3) Sbr. bls. 155.
4) Zabn hyggur, að riki unglingurinn sé Markús sjálfur og Pétur þvi ckki
heimildarmaður að sögunni. En slikt er ágizkun ein.