Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 167
167
ús hafi dáið frá samningu þess í Róm.1) Móti því mælir erfi-
kenningin. En hitt er sennilegra, að niðurlagið hafi glatazt.
Og það þá mjög snemma, því að afrit Mark. í Afriku, Alex-
andríu, Sesareu og Antíokkíu enda öll á sama stað í miðri
málsgrein og höf. Lúk. og Matt. liafa ekki lengra Mark. fyrir
sér. Frumritið sjálft hefir verið skert, meðan enn var ekkert
afrit til af því. Slíkt var eðlilegt, meðan enn geisaði Nerós-
ofsóknin, og þá var erfiðast að hæta tjónið. Hugsanlegt væri,
að svo ákaft hefði verið sótt eftir lífi Markúsar að liöfuð-
postulunum látnum, að hann hefði orðið að flýja úr Róm
sem skjótast án nokkurs fvrirvara eða tækifæris til að ljúka
við guðspjall sitt.
Sennilegast ártal, þegar Markúsarguðspjall er skrifað,
mun því vera 67.
Endurminning’ar Péturs.
Þrátt fyrir samhljóðanina i milli Mark. og ummæla þeirra
öldungsins og Papíasar má ekki draga þá ályktun af vitnis-
burði þeirra, að Markús hafi skrifað allt guðspjall sitt eflir
Pétri, heldur hefir hann átt hann að aðalheimildarmanni
öllum öðrum fremur.
Þegar efni guðspjallsins2) er grannskoðað, sést það vel,
að það hefir ekki ófyrisynju verið nefnt „endurminningar
Péturs“. Ýmsir kaflar þess bera vitni um frásögn hans,
aðrir eiga beint eða óbeint til hans rót sína að rekja, manns-
ins, sem var í nánari fylgd með Jesú en flestir eða allir aðrir
þann tíma, er hann vann Messíasarslarf sitt á Gyðingalandi.
Sumar af þessum minningum liefir Markús ritað sjálfur eftir
Pétri, eins og öldungurinn segir, en aðrar liafa þegar verið
ritaðar á undan guðspjallinu. Mörkin í milli eru raunar ekki
skýr, en um hvorttveggja er engu að síður að ræða. Úr því
að á annað horð var tekið að færa í letur í söfnuðunum orð
Jesú og frásögur um hann, þá hefir kenning Péturs i þeim
1) Sbr. bls. 161, ]>ar sem einnig eru nefnd rök gegn þeirri undarlegu
kenningu ýmsra vísindamanna allt frá Wellhausen, að Mark. hafi aldrei verið
né átt að vera lengra en út 16, 8. En gagnrökin eru miklu fleiri, t. d. þau, að
i guðspjallinu hafi hlotið að standa eitthvað um það, að konurnar, sem gengu
hræddar frá gröf Jesú, hafi síðar flutt öðrum upprisutiðindin, og kirkjunni
sjálfri virtist guðspjallið ekki geta endað á 16, 8. Þessvegna voru samdir við
það tveir niðurlagskaflar, annar lengri og hinn skennnri.
2) Sbr. bls. 8—11.