Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 47
47
Loks stafar frábrugðið orðalag nokkuð af þeim mun, sem
er á máli guðspjallamannanna.
Það veldur yfirleitt fjölmörgum breytingum, að höfundar
Matt. og Lúk. liafa lagað og leiðrctt grískuna á Mark., því að
hitt nær engri átt, að höf. Mark hafi á þessum stöðum spillt
máli þeirra og afbakað það. Verður það liiklaust ráðið af
því, sem áður er sagt um málfar og stíl guðspjallamann-
anna,1) að frásögn Mark. er frumlegust. Höf. skrifar eins
og væri eftir forsögn — með þeim einkennum, sem fytgja
lifandi talmáli. Það er að því leyti ekki ólíkt um guðspjallið
og sum Pálsbréfin. Höf. liefir að sjálfsögðu verið vel fær i
grísku talmáli, en liann hefir átt erfiðara með að skrifa grísk-
una. Höfundar Matt. og Lúk. hafa livor um sig viljað hæta
um hana. Þeir liafa fegrað setningaskipun, sleppt óþörfum
málalengingum, forðast liversdagslegt orðalag, en sett í stað-
inn hreinni og hetri grísku, fært til hókmáls það, er þeim
þótti óvenjulegt eða illa fara. Dæmi þessa eru fjölmörg (Mark.
1, 10: oxito/iévovg; orðið kemur livergi fyrir í þessu samhandi
um himnana, hvorki í N. t. né LXX; Matt. 3, 16: rjvcor/Jh-joav;
Lúk. 3, 21: ávsroyj&rjvau. Mark. 1, 23 og 5, 2: év jiveófiaTi áy.aöáoxro;
þetta orðalag kemur ekki annars staðar fvrir; Matt. og Lúk.
hafa hér venjuleg orð. Mark. 2, 21: iJitgájiTei, finnst hvergi
annars staðar í grísku máli; Matt. og Lúk.: émþállet. 0. s.
frv.). Þrátt fvrir þetta má þó sjá frásögn Mark. skína gegn-
um, einkum þegar lesið er á frummálinu.
Allt ber þá cið sama brunni, hvort sem litið er á efnisval,
efnisskipun eða orðalag Samstofna guðspjallanna. Þar sem
höfundar Matt. og Lúk. fylgja Mark., þar ríkir samhtjóðan,
en þar sem þeir segja frá efni þess með sínum cigin orðum,
þar hverfur samhljóðanin i orðalagi og setningaskipun milli
þeirra sjálfra. Þetta verðnr ekki skýrt með öðru móti en því,
að Mark. sé heimild Matt. og Lúk.
Enn er að finna fleiri mikilvæg rök fvrir liinu sama. Mótun
sameiginlega söguefnisins er lengra komið i Matt. og Lúk.
en í Mark.
í orðum Matt. og Lúk. gætir enn meiri lotningar fvrir gnð-
dómlegri persónu Ivrists. í Mark. er hann venjulega ávarp-
aður hebreska virðingarlieitinu „rabbi“, eða griska nafninu,
sem til þess svarar: ðtðáoy.aXe, þ. e. kennari, en y.vgte, herra,
1) Sbr. bls. 30—31.