Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 124
124
einn, það er Guð“ (2, 7). í næstu sögu bera þeir fram ásök-
un á Jesú við lærisveina lians: „Hann etur og drekkur með
tollheijntumönnum og syndurum“ (2, lö). Þá snúa þeir sér
beint að honnm sjálfum og finna að því, að lærisveinar lians
skuli ekki balda föstu (2, 18). Enn krefja þeir hann reikn-
ingsslcapar fyrir livíldardagsbrot lærisveina hans: „Sjá, bvi
gjöra þeir á hvíldardegi það, sem ekki er leyfilegt?“ (2, 24).
Loks endar síðasta sagan á því, að: „Farísearnir gengu út,
og gjörðu þegar ásamt Heródesarsinnum ráð sín gegn lion-
um, hvernig þeir fengju ráðið hann af (lögum“ (3, 6). Nú er
það ljóst, að höf. Mark. leitast við að segja frá starfi .Tesú í
réttri tímaröð1) bæði á undan þessum sögum og á eftir þeim,
en frásögnin um banaráð gegn Jesú bendir ótvírætt til seinni
tíma en það, sem fer næst á eftir, enda segir þar ekkert um
banaráðin. Það er mjög liðið á æfi Jesú, þegar slik ráð eru
ráðin. Ennfremur kemur fyrir í þessum kafla „manns-son-
ar“-beitið se.rn Messíasarnafn á Jesú, en annars er það fyrst
í 8, 29 sem lærisveinarnir bera fram játninguna, að Jesús sé.
Messías. Þessvegna er það miklu ósennilegra, að guðspjalla-
maðurinn bafi sjálfur raðað sögunum þannig, heldur en að
liann liafi þekkt áður þennan samstæða flokk. Sumir vis-
indamenn vilja einnig telja niðurskipun efnisins í Mark.
3, 20—35; 11, 15—33; 12, 13—40 og víðar eldri en samningu
guðspjallsins; en rök þeirra orka þó tvímælis. En livað sem
þeim köflum líður og fleirum, er líkt kann að standa á um,
þá má álykta, að frá því um miðja fyrstu öld og þangað iil
guðspjöllin taka að koma út, lxafi „dæmunum“ verið raðað
saman meira eða minna í ýmsum söfnum.
Kraftaverkasögurnar.
í sumum „dæmanna“ eru ekki orð Jesú höfuðatriðið, lield-
ur kraftaverk, sem hann vinnur. Þau eru því að efni til stutt-
ar kraftaverkasögur, og má virða þau fyrir sér jafnframt
lengri kraftaverkasögunum, þótl formið sé annað.
Eins og áður hefir verið sagt,2) þá var lögð meiri áherzla
á píslarsögu Jesú og orð hans við kennsluna og trúboðið held-
ur en á sögurnar um kraftaverk lians. Þó var einnig mikil
1) Sbr. bls. 175.
2) Sbr. bls. 112.