Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 84
84
Heimildirnar fjórar.
Streeter leitast ekki aðeins við að rekja, livaðan heimildirnar
M og L ern ættaðar, heldur einnig liinar tvær Mark. og R.
Hann fvlgir algengu skoðuninni um uppruna Mark. Það er
skrifað af Markúsi, lærisveini Símonar Péturs og Páls postula,
og stvðst einkum við frásagnir Péturs og erfisagnirnar í Róma-
borg um Jesú og kenningu lians. Það er dýrasti arfur Róma-
safnaðarins, scm ]iar cr færður í letur.
R telur hann að öllum likindum ættaða frá Antíokkiu. Þang-
að hefir kenning Jesú flulzt mjög snemma frá Gyðingalandi,
ekki aðeins frá Jerúsalem, lieldur sérstaklega frá Galíleu, aðal-
lega horginni Kapernaum. Því að það er kunnugt af ritum læri-
feðra Gyðinga, að Kapernaum var öldum saman miðstöð krist-
inna manna.1) Mun hún þegar hafa verið það frá dögum Jesú,
og sumir postulanna dvalið þar áfram eftir dauða hans og upp-
risu. Antíokkía var aðaltrúhoðsstöð kristninnar, en R er
kristniboðsrit. Hún er það a. m. k. í þeim gríska húningi, sem
þeir hafa fyrir sér höfundar Matt. og Lúk. Hún má teljast
frumguðspjall kristnuðu heiðingjakirkjunnar og er rituð fyrir
hana. Sérhvggja Gyðinga er fjarri henni. „Lögmálið og spá-
mennirnir náðu allt til Jóhannesar“, segir þar (Lúk. 16, 16 ^
Matt. 11, 13). Og eina frásagan innan um orð Jesú er sagan
um lieiðna hundraðshöfðingjann í Ivapernam, sem Jesús mælti
um: „Ekki einu sinni í ísrael hefi eg fundið svo mikla trú“
(Lúk. 7, 9 ^ Matt. 8, 10). Það er nú bersýnilegt, að allir höfuð-
söfnuðir frumkristninnar hafa dregið til sín með sterkustu að-
dráttarafli erfisagnirnar um æfi Jesú og kenningu, varðveitt
þær og mótað eitthvað í meðförunum liver á sína vísu. M
mótast í Jerúsalcm, Mark. i Róm, L í Sesareu, Jóhannesar-
guðspjall í Efesus. Antíokkía er ein eftir, og liggur þá heinast
við að ætla, að þar hafi R myndazt að nokkru og mótazt til
fulls. Að minnsta kosti er engin önnur höfuðborg kristins
safnaðar jafn líkleg til þess.
í stað tveggja lieimildarita koma þá fjögur, hvert tengt við
sína höfuðborg kristninnar.
Við þá kenningu skýrist margt, sem tveggja heimilda tilgát-
an fékk ekki levst úr. Formálinn fyrir Lúkasarguðspjalli verð-
ur auðskilinn. Margir hafa ritað áður. Víða eru til söfn of orð-
um Jesú eða sögum um hann, en óvíst um uppruna. Lúkas vill
1) The Four Gospels, bls. 233.