Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 169
169
Auk vitnisburðar öldungsins og erfikenningar kirkjunnar
eru tvenn rök til stuðnings því, að í þessum köflum sé um
endurminningar Péturs að ræða, annarsvegar þau, að Pétur
er viðstaddur atburðina, og binsvegar blærinn allur yfir frá-
sögninni, hún er svo skýr og lifandi, að það fær ekki dulizt
neinum athugulum lesanda. Hvor um sig eru þessi rök ekki
knýjandi, en þegar þau koma saman, verða þau mjög sterk.1)
Það er aðeins í tveimur af sögunum (nr. 5. og nr. 6.), sem
ekki sést greinilega, að lærisveinar Jesú séu viðstaddir, en
í báðum er Jesú lýst þannig, að jafnvel getur svipbrigða á
andliti lians. Hin sönnu skyldmenni Jesú eru fyrst og fremst
lærisveinar hans, að því er segir berum orðum í hliðstæð-
unni Matt. 12, 49: „Og liann rétti hönd sina út yfir lærisveina
sína og mælti: Sjá, hér er móðir mín og bræður mínir“. Hið
sama mun einnig eiga að lesa milli línanna í Mark.
Fyrir varúðar sakir skulu ekki fleiri sögur taldar til end-
urminninga Péturs. En þær kunna enn að vera nokkrar,
og svo ályktar Jóhannes Weisz í bók sinni, Das álteste Evan-
gelium, einliverju ágætasla og skarjjlegasta riti, sem sarnið
hefir verið um Mark.2) Aðrir ganga aftur á móti skemmra
í þessum efnum en hér er farið.3) Fer þetta að vonum, þar sem
um óyggjandi vissu getur trauðla verið að ræða og endur-
minningar Péturs eru ekki aðeins teknar upp í Mark. úr
skriflegum heimildum og ritaðar af Markúsi eftir minni,
heldur liafa þær mótað meira eða minna kristnu erfikenn-
inguna í Róm og þann veg guðspjallið allt.
Mikill hluti þessara endurminninga Péturs mun þegar
liafa verið færðar í letur, áður en Markús skrifaði guð-
spjall sitt.
Þeim fyrst töldu í 1, 16—38 er raðað þannig saman, að lýst
er einum sólarhring í lífi Jesú. Hvergi má betur sjá orða-
1) V. H. Stanton bætir við einum rökum enn í bók sinni: The Gospels as
Historical Documents II, bls. 189 n. Hann bendir á þá reynslu, að þegar sjónar-
vottar segi frá, l>á taki þeir fram ýms ónauðsynleg aukaatriði, aðeins af því
að þau hafi greypst þeim i minni. Telur hann mikið um slíkt í Mark. T. d.
er getið um daglaunamcnn í bát Zebedeussona (1, 20), að aðrir bátar hafi
verið á Genesaretvatninu, er ofviðrið kom þar yfir Jesú og lærisveina hans
(4, 36), Símon frá Kýrene hafi komið utan af akri (15, 21) o. s. frv. En um
þessi rök orkar meir tvimælis en liin.
2) Hann hyggur þessar frásögur að auk frá Pétri komnar: Varnarræðu
Jesú, 3, 22—29; kröfu um túkn, 8, 11 n; metnað Zebedeussona, 10, 35 nn;
spurningu um vald Jesú, 11, 27—33; skattpeninginn, 12, 13—17; ummæli uin
Davíðs son, 12, 35—37; um musterið, 13, 1 nn; svik Júdasar, 14, 10 n; Jesú
fyrir Pílatusi, 15, 1 nn; krossfestinguna, 15, 21 nn.
3) Sbr. t. d. F. C. Grant: The Growth of the Gospels, 97—150.
22