Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 55
oo
uþphaflega guðspjall Markúsar verið svo; það liafi verið end-
urminningar Péturs á víð og dreif um líf og starf Jesú. En þetta
Frum-Markúsarguðspjall liafi orðið aðalefnið í Markúsar-
guðspjalli voru og heiti Markúsar verið tengt við það. Hin
rökin eru þau, að guðspjall það, er Markús liafi skrifað eftir
Pétri, hafi engan veginn getað borið eins skýr einkenni Páls
postula né verið jafn þrungið hugsunum lians og Markúsar-
guðspjall er nú. Þess vegna liljóti fyrr að hafa orðið til Frum-
Markúsarguðspjall og liafi það verið með öðrum blæ.
Hvorug þessara raka fá staðizt. Að sönnu er efni Mark.
fast ofið í eina heild,1) en engu að síður eiga orð Papíasar
við það í núverandi mynd að því leyti, að það er fjarri því
að vera æfisaga Jesú. A æsku iians og uppvaxtarár og þroska-
ár er ekki minnzt einu orði. Og allsherjarstarfi lians er engan
veginn lýst alstaðar i réttri tímaröð. Það er jafnvel ókleift
af frásögninni að gera sér ákveðna hugmynd um, hve lengi
það hafi staðið, nema það hafi trauðla varað skemur en á
annað ár. Og fjölmörgu öðru, sem sagnfræðingur mvndi vilja
fá að vita, er látið ósvarað. Fasta sögalega umgerð vantar.
Þá afsannar blærinn frá Páli postula yfir Markúsar guð-
spjalli það ekki, að það geti í núverandi mynd verið samið
af Markúsi, lærisveini Péturs, því að Markús var einnig læri-
sveinn Páls og með þeim háðum síðast í Róm; en þá ristu
áhrif Páls dýpst í söfnuðinum þar.
Þegar þessi sögulegu rök eru fallin, þá verður ekki annað
sagt, en að hugmyndin um Frum-Markúsarguðspjall svífi all-
mjög i lausu lofti. Því að þótt menn geti hugsað sér Markúsar-
heimildina upphaflega í einhverju því formi, að auðveldara
verði að gera sér grein fyrir meðferð höfunda Matt. og Lúk.
á henni, þá er það harla ótraustur grundvöllur til að byggja
á. Það er þörfin ein á svari við ýmsum spurningum i sam-
bandi við Mark. sem aðalheimild Matt. og Lúk., er hefir
knúið þessa hugarsmíð fram. En þegar menn liafa ætlað sér að
tiltaka nánar efni Frum-Markúsarguðspjalls, þá hafa þcir
farið hver í sína áttina. Sumir hafa talið það lengra en
Markúsarguðspjall, en fleiri þó styttra, því að svo bezt var
fáanleg einhver skýring á því, sem átti að skýra. Einnig
hafa menn hugsað sér fleiri en eina útgáfu á Mark., áður en
það var gefið út í núverandi mynd, og hefðu þá höfundar
Matt. og Lúk. haft hvor sína fvrir sér. Það er eins og þetta
1) Sbr. bls. 16—17.