Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 108
108
Loks getur það átt sér stað, að seinni hendingin sé bein
endurtekning hinnar fyrri, en bæti þó einbverju við og berði
á, svo að stígandi verði:
Hver sem tekur á móti einu slíku liarni i mínu nafni, liann
tekur á móti mér,
en hver sem tekur á móti mér, hann tekur ekki á móti mér,
heldur þeim, sem sendi mig.
lv. c/5 O / / .
Auk þess sem bugsanirnar eru þannig i vissum skilningi
rímaðar saman í hendingunum, þá befir hrynjandi þeirra á
aramaiskunni verið eftir ákveðnum lögum. Tvær hendingar
eða fleiri mynda vers, og er afstöðu þeirra innbyrðis fyrir
sitt leyti likt farið og afstöðu hendinganna. Versunum er svo
aftur skipað í erindi. Þánnig eru sumir ræðukaflar Jesú
fegurstu ljóð, eins og t. d. þessi óviðjafnanlegi lofsöngur um
föðurforsjón Guðs:
I.
Lítið til fugla himinsins,
þeir sá ekki né uppskera
og þeir safna ekki heldur i hlöður,
og yðar liiinneski faðir fæðir þá;
eruð þér ekki miklu fremri en þeir?
II.
Gefið gaum að liljum vallarins, liversu þær vaxa;
þær vinna ekki, og þær spinna ekki heldur,
en eg segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni
var ekki svo húinn sem ein þeirra.
Fyrst nú Guð skrýðir svo gras vallarins,
sem í dag stendur,
• en á morgun verður í ofn kastað,
skvldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér Iítiltrúaðir ?
(Matt. 6, 26—30V Lúk. 12, 24—28).
í Ijóðunum eru sumstaðar stef og auka þau mjög á áherzlu-
þungann. I sæluhoðunum eru orðin: „Því að þeirra er himna-
ríki“ stefið, og seinna i Fjallræðunni standa þrjú erindi, þar
sem þessar tvær hendingar eru stefið: „Sannlega segi eg'
yður, þ’eir liafa tekið út laun sín . . . Faðir þinn, sem sér í
leyndum, mun endurgjalda jiér11.