Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 178
178
og Matt. séu allmargar hliðstæðar málsgreinar í Mark. Hafa
nokkrir þótzt geta bent á versin úr R í Mark.1 2)
Einna fremstur í flokki þessara vísindamanna var um
skeið B. H. Streeter,*') en á síðustu tímum liefir hann liorfið
frá þessari skoðun og borið fram mjög sterk rök gegn henni.
Hefir verið minnzt á þau áður í sambandi við tilgátu lians
um guðspjallaheimildirnar fjórar3) og vísast til þeirra.
Það er nú fullljóst, að Mark. er ræðuguðspjall, enda myndi
engum liafa liugkvæmst að se.mja svo heilt guðspjallsrit, að
þar væri ekki lýst hvorutveggja, „því er Kristur liafði sagt
og gert“, eins og öldungurinn komst að orði um Markús. En
þar sem bæði er kunnugt um söfn af orðum Jesú í eigu frum-
kristninnar og Pétur postuli er heimildarmaður Markúsar,
þá er það of djörf ályktun, að ræðurnar i guðspjallinu séu
ekki þaðan komnar, heldur úr R, sem auk þess mun hafa
verið Austurlandalieimild.4)
Hin rökin eru veigameiri, þeirra sem varlega fara. Hlið-
stæður eru greinilegar í Mark. við ræðusameign Lúk. og
Matt. Að vísu er eklci tiltölulega um jnörg vers að ræða, og
kemur það þegar mjög undarlega fyrir, að Markús skuli
ekki liafa notað meir jafnágæta heimild og R, liafi hann
þekkt liana og stuðzt við liana á annað borð. Hvernig stend-
ur t. d. á því, að hann skuli hvorki tilfæra kafla úr Fjall-
ræðunni né „Faðir vor“? Eina ráðið til þess að mynda sér
ákveðna skoðun i þessum efnum er það, að hera þessar hlið-
stæður saman við Lúk. og Matt.5) Verður liér látið nægja, að
hirta þann samanburð á nokkrum þeirra, er miklu skipta.
Viðhurðaröðin í upphafi Mark.: Prédikun Jóhannesar
skírara, skírn Jesú og freisting, er idiðstæð röðinni i R, en
elcki þarf Markús að liafa haft liana þaðan, því að vafalaust
liafa þessar sögur heyrt þannig saman til undirbúnings-
fræðslunni undir skírnina (sbr. Lúk. 1, 4), kennendurnir
hafa engan veginn valið henni allir sama húning og hera
Mark. og R vitni um slíkan mun. Frásagnir þeirra eru sízt
líkari en húast má við um spjálfstæða framsetningu á
sama efni.
1) Sbr. t. d. F. C. Grant: The Growth of the Gospels, hls. 131 n. Hann telur
þessi vers alls 119, eða 17,9% af öllu. guðspjallinu.
2) Oxford Studies on St. Mark’s Knowledge and Use of Q, Essey V, bls.
1G6 nn.
3) Sbr. hls. 76 nn.
4) Shr. hls. 209.
5) Sjá i þessu sambandi hls. 13—14.