Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 30
30
Sbr. ennfremur:
Sæluboðanir: Lúk. 6, 20—23 ^ Matt. 5, 3 n, 6, 11 n.
„Faðir vor“: Lúk. 11, 2—4 ^ Matt. 6, 9—13.
Áminning um djörfung og traust: Lúk. 12, 2—9 ^ Matt. 10,
26—33.
Dæmisöguna um týnda sauðinn: Lúk. 15, 4—7 ^ Matt. 18,
12—14.
Málfar og stíll höfundanna veldur miklu um mismun í orða-
vali og setningaskipun.
Höfundur Mark. skrifar líkt því, sem liann þýddi á
grísku munnlega frásögn aramaiska, en sú tunga var móð-
urmál Jesú,1) og á því máli hárust fyrstu sögurnar um hann
mann frá manni. Griska höf. er ekki venjulegt hókmál þeirra
tíma, heldur líkist hún talmáli alþýðunnar, sem varð undan-
fari nýgrískunnar. Stíll lians er mjög hlátt áfram og með semí-
tiskum hlæ, svo að frásögur hans eru auðþekktar á lionum frá
sömu frásögum i liinum guðspjöllunum. Hefir þó auðsjáan-
lega verið reynt að draga úr þeim hlæ í afritum eftir því sem
fram liðu stundir. Aramaiskt orðalag skín víða í gegnum. Frá-
sögurnar hyrja t. d. iðulega á samskonar orðalagi, sem venju-
legt er í hebresku: „Og svo har við“ (Kal syévero). Sögn stendur
oft á undan frumlagi, nema þegar á þvi hvílir sérstök áherzla,
einkunnarorð á eftir nafnorðum, greinir mjög mikið notaður,
hein ræða algengust, en óbein sjaldgæf, allt eins og i liebresk-
unni. Sérstakt einkenni á stíl liöfundar er það, hve tamt lionum
er að hafa nútíð í frásögn sinni, og verður lýsingin meir lifandi
við það. Þannig er mjög títt til orða tekið um Jesú: „Hann
segir“, en ekki „sagði“. Þar sem nútíð er í Mark. 153 sinnum,
er liún aðeins 21 sinni í Matt. og eitt skipti í Lúk. Stundum
er fljótt yfir sögu farið, öllum aukaatriðum sleppt og ljósið
látið falla á Jesú einan, en annarsstaðai' nokkrar málaleng-
ingar, eins og oft vill verða, þegar sögur eru sagðar.
Orðalag Matt. og Lúk. er biblíulegra, ef svo mætti að orði
komast, og eru ósjaldan auðsæ áhrif frá LXX. Það er einnig
vandaðra og nær grísku hókmáli þeirra tíma. Þar sem standa
mjög hversdagsleg orð í Mark., eru venjulega önnur og fegurri
í hinum. Til dæmis má nefna það, að hvorugur höfunda þeirra
notar orðið y.oáfiaTog, yfirsæng, í sögunni um lækningu lama
1) Það hefir prófessor Gustaf Dalman rökstutt manna bezt með ritum
sinum, sjá einkum „Die Worte Jesu“.