Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 140
140
Til þess að skilja afstöðu Jóhannesarguðspjalls til annara
guðspjallsrita og erfikenningarinnar jrfir höfuð, verður að
hafa það hugfast, að liöfundurinn, prédikarinn, djúpliyggju-
maðurinn og dultrúarmaðurinn, ætlaði sér ekki að skrifa æfi-
sögu, heldur boðskap, sem fengi lijörtun til að brenna. Hann
tekur ekki upp ritaðar heimildir, sem liann hefir fyrir fram-
an sig', á sama hátt og höfundar Lúk. og Matt. taka upp Mark.,
lieldur sækir liann efnið í djúp sálar sinnar. Þar hafði erfi-
kenningin mótazt.
Og margt, sem lieimurinn hafði gleymt,
í hugarborg lá öldungs geymt.
Hann er kunnugur efni Samstofna guðspjallanna og notar
stundum sömu orð og' setningaskipun sem i þeim (sbr. t. d.
Jóh. 5, 8 n við Mark. 2, 9, 11 n; Jóh. 6, 7 við Mark. 6, 37; Jóh.
12, 3—8 við Mark. 14, 3—8), því að þannig hafa orðin mótazt
í minni lians. Ríkjandi erfikenning í Efesus endurspeglast
í guðspjalli lians og jafnframt prédikunarstarf lians áður
og fræðsla um langt skeið. Allt miðar að því að bregða upp
fyrir lesendunum dýrðarmynd Krists, eins og liún blasir við
hugarsjónum höfundarins. I niðurlagi 20. kap. segir einnig
um tilgang ritsins: „Þetta er ritað til þess að þér skulið trúa,
að Jesús sé Kristur, guðssonurinn, og til þess að þér, með því
að trúa, öðlist lífið í hans nafni“.
Píslarsaga Jóhannesarguðspjalls mun vera sjálfstæð og i
])vi formi, sem hún hefir verið sögð i söfnuðinum í Efesus.
Það má ráða af því, hve mörgu er sleppt úr píslarsögu Mark.
og hvernig höfundurinn fer með efnið. Meiri samhljóðan er
i milli pislarsögu Jóh. og Lúk., en liún þarf engan veginn að
stafa af þvi, að höf. Jóli. hafi stuðzt við Lúk., heldur gat erfi-
kenningin, sem guðspjallamennirnir jusu háðir af, verið svo
lík.* 1) Sérefni Jóh. er mikið. Það eitt segir frá fótaþvottinum
göngu sinni . .. Jórdanarbökkum og rétti fram hægri höndina . .. og stökkti
þvi á þá ... 17. Og þá . .. vatnið, sem stökkt hafði verið ... fyrir framan þá
og lét ávöxt spretta.
1) Lúk. og Jóh. eru samhljóða um það, að Satan hafi farið í Júdas (Lúk.
22, 3; Jóh. 13, 27), að Jesús hafi talað um þjónustu við lærisveina sína eftir
kvöldmáltíðina (Lúk. 22, 26 n; Jóh. 13, 15—17), að afneitun Péturs hafi verið
sögð fyrir áður en farið var úr kvöldmáltiðarsalnum (Lúk. 22, 31 nn; Jóh. 13,
36 nn), að Jesús hafi verið vanur að eiga dvöl á Olíufjallinu (Lúk. 22, 39; Jóh.
18, 2), að liægra eyrað hafi verið sniðið af þjóni æðsta prestsins (Lúk. 22, 50;
Jóh. 18, 10), að Pilatus hafi þrisvar lýst yfir sakleysi Jesú (Lúk. 23, 4, 14, 22;
Jóh. 18, 38; 19, 4, 6), og að enginn liefði fyrr verið lagður í gröf Jesú (I.úk.
23, 53; Jóh. 19, 41).
Yfir höfuð að tala er miklu nánari samhljóðan milli Jóh. og Lúk., heldur