Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 194
194
frá því með sérstökum áliuga, hvernig lækningarnar hafi
farið fram (8, 55; 22, 51).
Loks er það athyglisvert, að höfundur „Vér-kaflanna“
hefir kynnzt Sílasi frá Jerúsalem (Post. 15, 22, 32, 40), ferð-
azt þangað með Páli postula, dvalið i Sesareu á lieimili
Filippusar trúhoða og dælra lians (Post. 21, 8 n),1) verið
um skeið í Jerúsalem og aftur í Sesereu, sennilega all-lengi,
því að þeir Páll taka sig upp þaðan í Rómaför (Post. 27, 1).
Slík kynni af Gyðingalandi, frumsöfnuðinum í Jerúsalem og
fremstu mönnum hans, þar á meðal Filippusi trúboða Sam-
verja (Post. 8, 4 nn), eru i fyllstu samhljóðan við álmga guð-
spjallamannsins á að segja sögu fagnaðarerindisins, og við
þær heimildir, sem hann liefir yfir að ráða.2 3 4 * * *) Þau skýra það,
hvernig löngunin liefir vaknað lijá kristnuðum heiðingja til
þess að skrifa þessar tvær bækur lianda Þeófílusi, og að hon-
um skuli liafa tekizt það svo vel, sem raun gefur vitni.
Niðurstaðan af athuguninni á „Vér-köflum“ Poslulasögunn-
ar, Postulasögunni sjálfri og Lúk. verður þá sú, að hún haggar
ekki sannleiksgildi liinna fornu orða KATA AOYKAN, eða
erfikenningunni um það, að I.úkas sé höfundur guðspjallsins,
þvert á móti styður hún liana. Rökin fjTÍr þvi liin ytri og
innri eru raunar ekki svo sterk, að þau geti talizt bein sönn-
un, og enn draga sumir vísindamenn það i efa,8) en þau benda
ótvírætt i þessa átt. Þau eru svo traust, að það sem hér fer á
eftir verður á þeim byggt.
Hvenær er guðspjallið samið?
Af því, sem nú liefir sagt verið, verður nokkuð um það
ráðið, livenær guðspjallið er samið. Lúkas gengur í þjón-
ustu Páls á annari krislniboðsför hans, um árið 50. Hafi
Lúkas þá verið ungur maður, t. d. tvítugur eða fæddur um
30,l) þá er vel hugsanlegt, að hann hafi ekki lokið samn-
1) Sbr. bls. 79—80.
2) Sjú einkum bls. 213.
3) Sbr. einkum á siðari límum ritið: The Beginnings of Christianity
II, 298—359, ritgerð eftir H. Windisch.
4) Svo gerir F. C. Burkitt ráð fyrir að verið hafi, í riti sinu The Gospel
History. Hann hyggur Lúkas halda dagbók þá og velja þessvegna rétta titla
á höfuðsmönnunum í Filippi (Post. 16) og borgarstjórunum í Þessaloniku (Post.
17) og vera mjög nákvæman í frásögn sinni. Aftur á móti skeiki honum
meir, þegar hann lýsi ástandinu á Gyðingalandi um þær mundir, er hann
fæddist.