Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 276
um í sömu átt. Báðir víkja þeir setningaskipun víða við,
þar sem hún má teljast aramaisk, og færa til betri grisku.
Báðir sníða þeir af orð og orðatiltæki, sem koma undarlega
og óeðlilega fyrir. Og báðir bæta þeir inn í orðum, þar sem
málsmekkur þeirra krefst þess. Þannig befla þeir málið
á Mark.1)
Miklu meira skiptir um breytingar, sem böf. Matt. gerir
á efni Mark. til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan mis-
skilning eða leiða það enn skýrar í ljós, er liann telur vera
kjarna málsins. Þessar breytingar yrði bér of langt upp að
telja og' verður því að láta nægja að benda á gleggstu dæm-
in til skýringar.
Guðspjallamaðurinn sleppir ýmsum orðum Mark., sem lýsa
mannlegum tilfinningum Jesú og takmörkunum og liugsan-
legt var að drægju úr trú einhverra á guðdóm hans (1, 41,
43, 45; 3, 5, 21; 6, 5 n, 48; 7, 24; 8, 12; 9, 30; 10, 14, 21; 14, 33,
50). Frásögu Mark. um skírn .Tesú mátti einnig misskilja
þannig, að .Tesús befði tekið iðrunarskírn til sjmdafyrirgefn-
ingar, þótt slíkar bugsanir væru fjærri Markúsi. Til varnar
þeim misskilningi skýrir böf. Matt. frá samtali Jesú og Jó-
hannesar á undan skírninni (3, 14 n). Kjarni frásagnanna
er sá að sýna, að .Tesús sé Kristur sonur liins lifanda Guðs.
Það kemur enn glöggvar í ljós í Matt. en í Mark., þvi að höf.
Matt. bætir ekki aðeins inn í setningunum, að þetta hafi gerzt
til þess, að spádómar Gamla testam. skyldu rætast, beldur
breytir hann orðum Mark., þannig að samhljóðan verði meiri
við orðalag G. t. Hann breytir orðum Mark. 11, 2: „Fola
bundinn“ í; „Ösnu bundna og fola bjá benni“ (Matt. 21, 2),
þvi að spádómsorð Sakaría (9, 9) hafa mótazt þannig í buga
bans. I slað þess sem í Mark. stendur um æðstuprestana og
Júdas, að þeir bétu að gefa bonum fé, setur böf. Matt.: „Þeir
greiddu honum þrjátíu silfurpeninga“, og undirbýr þannig
tilvitnun sína síðar í Sak. 11, 13 (sbr. Matt. 27, 9 n). Mark.
segir, að Jesú bafi verið gefið vín „mjrrru blandið“ (15, 23),
en böf. Matt. sníður orðin að líkindum eftir Sálm. 69, 22
(LXX) og setur: „Vín beizkju borið“ (Matt. 27, 34). Aðrar
breytingar miða að því, að varpa meiri ljóma á lærisveina-
hópinn, og eru felld burt ásökunarorð um bjartabarðúð þeirra
og skilningsleysi (Mark. 4, 13 sbr. Matt. 13, 16 n; Mark. 8,
1) Frá þessuni breytingum er skýrt nákvæmlega og l>ær taldar upp í
ritinu Matthaus und Lukas eftir Josef Schmid, bls. 22—182.