Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 246
246
Papíasar. En einmitt það, að Logía sé felld inn í Matteusar-
guðspjall, gefur ágæta — einu sennilegu — skýringuna á því,
að höfundarnafnið færist frá Logía gfir á guðspjallið allt.
Að því liafa nú verið leidd rök áður,1) að algenga skoð-
unin á Logía muni vera röng. Ritið er ekki allt sameiginlegt
efni Lúk. og Matt. einna.
En eru þá nokkur tök á að afmarka það?
Tvennar eða þrennar likur má færa fyrir því, að það hafi
ekki verið langt.
Hefði ritið verið langt — heilt guðspjall, -— þá er
óskiljanlegt, að það skyldi alveg hverfa sem sjálfstætt rit,
enda þótt það væri tekið upp í annað stærra. Ekki fór
Markúsarguðspjaili svo, er það rann saman við hin Sam-
stofna guðspjöllin, og var það- þó ekki eftir postula. Slikt
Matteusarguðsjjjall hefði varðveitzt áfram sem hið rétta og
upphaflega Matteusarguðspjall, postulleg frumheimild um
orð Jesú Krists, vitnishurður þess manns, er fvlgdi honum
að staðaldri og bæði sá og lieyrði hann tala það, sem hann
safnaði saman og færði i letur.
Ummæli Papíasar um Logía, að „hver lagði út eftir því,
sem hann var til þess fær“ virðast eiga betur við um stutt
rit en langt. Það var eðlilegt, að margir tækju sér fyrir
hendur að þýða munnlega eða skriflega dálítið safn af orð-
um Jesú, en um langt rit, jafnvel heilt guðspjall, hefði verið
allt öðru máli að gegna.
Þá er það svo um öll önnur söfn af orðum Jesú, sem menn
þekkja nokkuð til, að þau eru stutt, bæði þau, sem geymast
i Samstofna guðspjöllunum og fundist liafa sérstaklega.
Myndi Logía undantekning? Það er líklegra, að svo sé ekki,
enda þótt það rit kunni að liafa verið lengst af þeim.
Allt sameiginlegt efni Lúk. og' Matt. einna er úr fleiri
lieimildum en einni, a. m. k. tveimur, annari griskri en hinni
aramaiskri. í fljótu hragði kgnni að mega ætla, að gríska
lieimildin (Ri) væri þgðing á Logía. En það fer álgerlega í
bága við ummæli Papíasar. Hefði verið orðin til grísk þgð-
ing á Logía a. m. k. hálfri öld áður en hann skrifaði rit sitt
og hún náð fljótt þeirri útbreiðslu, sem bæði Lúk. og Matt.
bera vitni um, þá mgndi Papías ekki hafa komizt svo að
orði, að hver hefði lagt út Logía efíir því, sem hann var til
þess fær.
1) Sbr. bls. 66—68; 203—212.