Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 281
281
andstæðum lýsir guSspjallamaðurinn enn með þvi að koma
að ýmsu efni, sem hann á eftir í 2. og 3. kap. Mark., bæði
sabbatsdeilunum og fjandskap Faríseanna við Jesú út af
þeim, og varnarræðu Jesú gegn ásökun þeirra, að hann rcki
út illu andana með fulltingi foringja illu andanna. En hver,
sem gjörir vilja Guðs, hann er bróðir Jesú og systir og móðir.
Þannig er lögð undirstaðan undir likingakaflann um ferns-
konar sáðjörð fvrir Guðs orð, hveiti og illgresi, undravöxt
guðsríkis og fórnarkröfu, góða og illa, er safnast í net þess.
Allt boðar þetta undursamlegan leyndardóm ríkisins.
IV. Fjórði þátturinn nær frá 13, 5J til 19, 1. I lionum hefir
höf. Matt. nálega allt efni Mark. í 6.—9. kap. og það í sömu
röð. M. ö. o. heimildanotkun hans i þessum þætti líkist mjög
heimildanotkun Lúkasar. Þó bætir hann inn í á stöku stað
dálitlu sérefni, öllu um Pétur, safnaðarieiðtogann mikla,
sem Jesús gefur lykla himnaríkis og vald sitt til að leysa og
binda og felur jafnframt að ráða afstöðu kristinna manna
til konungsvaldsins rómverska og samkundu Gyðinga. Þannig
mun það vera söfnuðurinn, scm guðspjallamaðurinn hefir
sérstaklega í huga, er liann ritar þennan þátt. Enda er hvergi
annarsstaðar í guðspjallinu á söfnuðinn minnzt. Fyrir því er
það mjög líklegt, að guðspjallamaðurinn sjái safnaðarlífið
endurspeglast í þessum frásagnakafla Mark. Frá mettun þús-
undanna er tvisvar sagt og það með þeim hætti, að lilaut að
minna á innsetningu heilagrar kvöldmáltiðar. Á seinni staðn-
um er beinlínis valið orð af sama stofni sem gríska heitið á
þessari kærleiksmáltíð kristinna manna (Mark. 8, 6 ^ Matt.
15, 36: ei’’%agtöTi']oag sbr. evyaoiozía). En á fjrrri staðnum er
komizt svo að orði: Og hann tók fimm brauðin og fiskana
tvo og leit upp til himins, blessaði og braut brauðin og gaf
lærisveinunum (Mark. 6, 41 ^ Matt. 14, 19 sbr. Innsetningar-
orðin). Bæði Markús (8, 14) og höf. Matt. hafa vafalaust haft
sömu skoðun á mettuninni sem Jóhannes guðspjallamaður
(Jóh. 6), að innsti kjarni Iiennar væri sá, að Jesús sé brauð
lifsins, gefið heiminum. Minningarmáltið safnaðarmanna um
dauða Krists og kærleikssambúð þeirra, er þeir höfðu allt
sameiginlegt, hefir staðið höf. Matt. lifandi fyrir hugarsjón-
um, er hann skrifaði upp þessar frásagnir Mark. Og liefir hann
þá ekki á sama hátt safnaðarlífið í liuga, er hann tekur í
guðspjall sitt úr Mark. áminningar Jesú um það, hvað meta
skuli hreint og hvað ólireint, um að afneita sjálfum sér og
taka upp kross sinn og fvlgja Jesú, um að forðast metnað og
36