Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Qupperneq 207
207
Um áhyggjur: Lúk. 12, 22—31. Matt. 6, 25—33.
Trúr og hygginn þjónn: Lúk. 12, 39—46. Matt. 24, 43—51.
Sundurþykki milli skyldmenna: Lúk. 12, 51—53. Matt. 10,
34—36.
Súrdeigið: Lúk. 13, 20 n. Matt. 13, 33.
„Jerúsalem, Jerúsalem“: Lúk. 13, 34 n. Matt. 23, 37—39.
Að þjóna tveimur herrum: Lúk. 16, 13. Matt. 6, 24.
Munurinn, sem er á bessum köflum og málsgreinum, skýrist
cilstaðar af því, að guðspjallamennirnir eru ekki afritarar,
heldur sjálfstæðir höfundar, sem víkja við þessari heimild
sinni eftir því er þeim virðist bezt fara. Þeir þurfa bæði að
fella hana við annað efni sitt og breijta orðalagi hennar til
meira samræmis við stíl og málfar sjálfra sín. Hið fyrra sést
gleggst á því, að munurinn er yfirleitt mestur á upphafi kafl-
anna, en hið síðara við nákvæma rannsókn á orðavali hvors
guðspjallamannsins um sig.* 1)
Þessi sameiginlega gríska Iieimild Lúk. og Matt. er rétt-
nefnd ræðuheimild. Ilún er nálega eingöngu ræður Jesú,
aðeins ein ræða er í henni eftir Jóhannes skírara, og um
órð Jesú við hundraðshöfðingjann, er hann læknaði þjón
lians, hefir verið einhver söguleg umgerð. Nokkurt sam-
hengi er í milli ræðnanna: Fyrirrennarinn prédikar iðrun-
arskírn og komu guðsríkis með ægimætti. Eftir skírn sína
og freistingu boðar Jesús það í orði (Fjallræðan) og verki
(þjónn hundraðshöfðingjans). Ilann lýsir afstöðu sinni til
Jóliannesar. Hann rislir sannindi guðsrikis og leyndardóma
í hjörtu postula sinna og gerir þá að samverkamönnum sin-
um. Þeir eiga að ganga að verki með fullri djörfung og guðs-
Mismunurinn stafar viðast hvar af þvi, að Lúkas færir til betri grisku og
nær því orðalagi, sem honum er tamast. Orðin „geta ekki deytt sálina“
liefir hann sennilega fellt burt af þeirri ástæðu, að það var óeðlilegt hugsun
griskmenntaðs manns, að sálin yrði deydd (skoðun Harnacks). Óijóst er,
hvernig á þvi stendur, að verðlagið á spörvum er misjafnlega tiltekið, en um
þýðingarmun getur þó eliki verið þar að ræða, og kaflinn allur er of líkur
til þess, að guðspjallamennirnir hafi aðeins ritað liann eftir minni. „Manns-
sonurinn" í 8. v. hjá Lúk. er naumast upphaflegt orðalag, því að í næsta versi
er talað í 1. pers. eint., og svo er cinnig í báðum hliðstæðu versunum í Matt.
Sennilegast virðist, að þessi kafli hafi staðið í sameiginlegri griskri heimild
guðspjallanna. Enda er um helmingur orðaforðans sameiginlegur, og miklu
meira en það í Lúk. 12, 2—9.
1) Hér eru engin tök á þvi í ekki lengri ritgerð að fara út i orðasaman-
burð á þessum köflum og guðspjöllunum í heild sinni, og verður þvi að láta
nægja, að skirskota til A. Harnack: Spriiche und Reden Jesu, hls. 6—128;
W. Bussmann: Synoplische Studien II, hls. 110—156 og John C. Hawkins:
Horæ synopticæ.