Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 218
218
Öðru máli mun að gegna um píslarsöguna. Þegar allt sér-
efni Lúkasar í 3.—21. kap. er borið saman nákvæmlega,
þá sést samhengið í milli, skýr þráður tengir kafla við kafla.
Fyrst binda ræðuheimildirnar það saman, eins og sagt var,
en þegar þær tekur að þrjóta, kemur gangur sögunnar greini-
legar i ljós. Kaflinn 6, 20—8, 3 endar t. d. á því að segja frá
ferðalagi Jesú þorp úr þorpi til þess að prédika fagnaðar-
erindið, en lærisveinar hans og nokkrar konur fylgja. Næsti
sérefniskafli 9, 51—18, 14 hyrjar á því, að taka upp ferða-
söguþráðinn: „En er að þeim tíma leið, að liann skyldi upp-
numinn verða, fastréð hann með sér að halda beint til Jerú-
salem og sendi sendimenn á undan sér.“ Siðan er leitazt við
að halda allan kaflann ferðasöguforminu. Honum lýkur
með dæmisögunni um Faríseann og tollheimtumanninn. En
næsti sérefnis kafli, 19, 1—27, liefst á sögunni um Zakkeus.
Hún tekur mjög eðlilega við af hinni. Hún segir frá toll-
heimtumanni, sem er „Ahrahamssonur“ og „hjálpræði lilotn-
ast húsi“ hans. Hún er lifandi sönnun og útskýring á niður-
lagsorðum dæmisögunnar: „Sá, sem niðurlægir sjálfan sig,
mun upphafinn verða“. — En auk þessa samhengis milli
kaflanna er skyldleiki mikill með þeim hæði að innviðum
og ytra formi, svo að þeim, sem les þá aðeins út af fyrir sig,
virðast þeir vera ein heild.
Það væri nú harla undarlegt, að þessi samfellda frásaga
væri látin falla, áður en mesta söguefnið hæfist, sjálf
píningarsagan. Aðeins þrjár skýringar á því gætu komið
til mála. Ein sú, að píningarsagan Iiafi verið í Ri eins og
Burkitt og ýmsir fleiri vísindamenn ætla, og því ekki þörf
fyrir Lúkas að rekja sérefni sitt lengra; en gegn því stendur
það, að liöfundur Matt. notar ekki slíka pislarsöguheimild,
heldur þræðir píslarsögu Mark. og væri það í ósamræmi við
aðra notkun lians á þessum heimildum.1 2) Önnur skýringin
væri sú, að Lúkas ætlaði píslarsögu Mark. að taka við af
sérefni sínu; en liún stenzt ekki heldur, því að pislarsaga
Lúk. er að miklu óháð Mark. og sjálfstæð og auðug að sér-
efni.-’) Þriðja skýringin hefir mest til síns máls, að píslar-
saga Lúk. sé heimild út af fyrir sig, enda verður því ekki
neilað, að óhrúað hil er í milli síðasla sérefnisins á undan
henni, 21, 37—38, og upphafs hennar: „Og er stundin var
1) Sbr. bls. 63.
2) Sbr. bls. 224 nn.