Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Síða 49
49
15, 22; 15, 34). Á 6 stöðum eru þetta Jesú eigin orð. Iiöf. Lúk.
hefir engin þeirra, en liöf. Matt. eitt (27, 33), og orð Jesú á
krossinum tilfærir hann á hehresku eins og þau eru i Sálm.
22, 2 (Mark. 15, 34 ^ Matt. 27, 46).
Loks má finna dæmi þess, að höfundar Matt. og Lúk. fella
hurt setningar, af því að skakkt er með efni farið, eða að
þeir gera efnisbreytingar til leiðréttingar frá sínu sjónar-
miði. Gott dæmi um liið fyrra eru orðin i Mark. 2, 26: „Þegar
Ahjatar var æðsti prestur.“ Þau fá ekki staðizt samanhurð
við 1. Sam. 21. Enda vantar þau í hliðstæður Matt. og Lúk.
Hið síðara kemur hvað gleggst fram i dæmisögunni nm
vondu vínyrkjana. Um þá og son víngarðseigandans segir
svo í Mark. 12, 8: „Og þeir tóku hann og drápu og köstuðu hon-
um út fyrir víngarðinn.“ Þessum orðum hreyta háðir, liöf.
Matt. og Lúk., þannig, að þau verða nánar lieimfærð upp á
framkomu Gyðinga gagnvart Jesú, er þeir fóru með liann út
fyrir borgina og deyddu hann þar. En á þetta var lögð áherzla
í frumkristninni, eins og Hebreabréfið sýnir (13, 12).
Öll þessi rök, sem nú hafa verið talin, hníga á einn veg
um það, að Markúsarguðspjall sé aðalheimild Matt. og Lúk.,
en ekki útdráltur úr öðru hvoru þeirra eða báðum — til
þess að fá það út af þeim, þyrfti að snúa öllu öfugt. Má vera,
að varlegra og réttara sé að telja livað eina um sig líkur, en
ekki sannanir. En þó gela svo margar og sterkar líkur komið
saman, að þær megi í heild sinni nefna sönnun, og mun það
eiga sér stað liér.
Mótbárur.
Þrátt fvrir hin miklu rök fyrir því, að Mark. sé aðalheimild
Matt. og Lúk., þá eru enn fluttar gegn þvi ýmsar mótbárur.
Skulu þær nú taldar, og jafnframt gagnrýndar eftir föng-
um liver um sig.
1. Menn mikla það fyrir scr, er Matt. og Lúk. nota sama orð
báðir, en Mark. ekki, þótt á því fáist langoftast eða alltaf full-
nægjandi skýring.1) M. a. hefir verið hent á þessa staði sem
mjög torskýranlega út frá kenningunni um Markúsarheimild:
Mark. 2, 12 ^ Matt. 9, 7 Lúk. 5, 25; Mark. 4, 11 Matt. 13,
11 ^ Lúk. 8, 10 og Mark. 5, 27 Matt. 9, 20 ^ Lúk. 8, 44.2)
1) Sbr. bls. 45 nn.
2) Sjá t. d. F. Torm: Indledning til det Ny Testamente, bls. G7—68.