Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 93
93
rit um myndunarsögu guðspjallanna, og hefir það verið aukið
og endurbætt 1933. Hann nefnir rit sitt Die Formgeschichte
des Evangeliums, og liefir þessi rannsóknaraðferð síðan verið
við það kennd og nefnd „Die formgeschichtliche Methode".
Verður nú sagt frá nokkrum höfuðatriðum í kenningu hans.
Áratugir líða frá jarðlífi Jesú, unz guðspjöllin verða til.
Ástæðan til þess er sú, að söfnuðirnir vænta endurkomu hans
og heimsslita þá og þegar. Meðan svo er, gefa menn sér ekki
tóm til að skrifa heilar hækur um Jesú. En efni guðspjallanna,
„guðspjallið“, gevmist i minni og á tungu. Lærisveinaflokkur
Jesú varðveitir orð hans og frásagnir úr lífi hans. Þessar end-
urminningar hreiðast út í elzlu söfnuðunum. Hvatirnar, sem
því valda, ráða mjög miklu um það, livernig þær mótast. En
hvatimar eru þær samkvæmt formála Lúk., að sjónarvottar
og þjónar orðsins vilja segja öðrum frá því, sem þeir hafa
lifað í samvistunum við .Tesú, svo að þeir gangi úr skugga um
áreiðanleik þess. Prédikunin um .Tesú stjórnast af trúhoðshvöt-
inni. „í upphafi var prédikunin,“ og i þágu hennar er sagt frá
endurminningunum um Jesú. Þær eiga að lýsa þeim krafti,
sem streymdi út frá honuin, og guðlegri tign hans, og laða
menn til trúar á hann og boðskap lians. Jafnframt ræður það
miklu um mótun erfisagnanna um Jesú, hvers efnis og eðlis
þær eru, hvert form þeirra er, stíll og hlær o. fl., hvort þær
eru fyrst og fremst sögur um Jesú, eða kenning hans. Bæði
sögunum og kenningunni verður að skipa í ákveðna flokka
og ræður sitt lögmálið um mótun þeirra hvers um sig. Þessi
lögmál má nokkuð finna, hæði af skriflegu mótunarsögunni,
sem Samstofna guðspjöllin Ijcra vitni um, og af samanburði
við skvldar eða hliðstæðar hókmenntagreinar.
Frásögurnar itm Jesú greinast í fjóra aðalflokka.
1. Fvrst skal telja sluttar frásögur, fáorðar og gagnorðar,
sem hver um sig' er óskoruð heild. Efni þeirra er sagt í sem
fæstum orðum að auðið er, unz kemur að því, er mestu skiptir,
orðum Jesú sjálfs. IJitt allt er eins og umgerð um þau, eða
inngangur að þeim. Til dæmis má taka Mark. 2, 16 nn:
„Og er fræðimennirnir af flokki Faríseanna sáu, að
liann samneytti syndurum og tollheimtumönnum, sögðu
þeir við lærisveina hans: Hann etur og drekkur með loll-
heimtumönnum og syndurum. Og er Jesús heyrði það, seg-
ir hann við þá: Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur
þeir, sem sjúkir eru; eg er ekki kominn að kalla réttláta,
heldur svndara."