Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 257
257
fullnægja öllu réttlæti“ (Smyrn. 1, 1). Þarna fer það þrennt
saman, sem Matt. tekur allt fram eitt guðspjallanna: Jesús er
af ætt Davíðs, fæddur af mey og skírður til þess að fullnægja
öllu réttlæti. Ignatíus minnist einnig oft á „guðspjallið“ og
oftar en Didalce, og það með þeim hætti, að hann virðist
greinilega eiga við nafn á riti (sbr. einkum Fílad. 8, 2 og 5,
1 n), og mun það þá vera guðspjallið, sem honum er tamast
að vitna til, Matt., guðsjijall þeirra Antíokkíumanna.
En þótt sterlc rök verði þannig talin fyrir því, að Matt.
sé guðspjall Antíokkíusafnaðarins, þá þarf ekki að leiða af
því óhjálcvæmilega, að það sé einnig tekið saman í Antiokkíu.
Auðvitað væri það langsennilegast. En hitt er einnig vel
liugsanlegt, að g'uðspjallið sé til orðið annarsstaðar á Sýr-
landi meðal kristnaðra Gyðinga og liafi flutzt jiaðan von
hráðar til Antíokkíu, höfuðborgarinnar, og hafizt þar til
vegs. Ýmsar aðrar horgir hafa verið til nefndar á þessum
slóðum, þar sem kristnaðir Gyðingar áttu heima. Sumir
fræðimenn hafa farið svo langt að segja, að guðspjallið hafi
getað orðið til livar sem vera skuli á spildunni frá Antíokkíu
til Evfrat, þvi að Gjrðingar liafi dreifzt um allt það svæði
árið 70, sviftir ætljörð sinni og musteri, og margir vafalaust
orðið kristnir, eins og sjá megi síðar af þróun lcristninnar á
Sýrlandi (sérstaklega í Pldessu). Menn hafa bæði stungið upp
á Apameu við Órontes og Edessu, af því að stjörnudýrkun
var mikil á báðum þessum stöðum, og liafi þessvegna höf.
Matt. lagt sérstakt kapp á að sýna hina nýju sljörnu Messí-
asar og tilbeiðslu vitringanna frá Austurlöndum. Eða þeir
liafa bent á Damaskus og þá einkennilegu staðreynd i sam-
bandi við það, að í tveimur liorgum einum saman liafi
staterinn jafngilt tvídrökmu, eins og gengið er út frá í Matt.
17, 24—27, í Damaskus og Antíokkíu.
Átthagar Matteusarguðspjalls eru þannig að öllum lík-
indum Sýrland. Þar er guðspjallið saman sett og verður
höfuðguðspjall Antíokkíusafnaðarins. Bæði Logía og Mark.
þoka fyrir því sem sjálfstæð rit, enda er meginið af efni þeirra
tekið inn í það. Mestar líkur eru iil þess, að það sé samið í
liöfuðborginni sjálfri.
Þær líkur fara vaxandi við íhugun þess, livað vitað verði
með vissu um guðspjallamanninn sjálfan. Slíkur maður sem
hann hefir ldotið að vera talinn, að almanna rómi kristninn-
ar, vel til þess fallinn að standa fremstur í flokki kennenda
33