Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 231
231
10 nn, til beggja ferðanna vfir vatnið, Mark. 6, 45 nn og 8, 10,
Lúk. 8, 22 nn, til beggja deilnanna, Mark. 7, 1 nn og 8, 11 nn,
Lúk. 11, 37 nn og 12, 1 nn (að efni til), og sagan um kan-
versku konuna er náskyld sögunni um bundraðshöfðingjann
í Kapernaum, Lúk. 7, 2 nn.
Nr. 4 mun Lúkasi ekki liafa þótt nauðsynlegt að greina
lesendum guðspjalls sins. Orðin um það að Elía kæmi fyrst
myndu síður finna bljómgrunn hjá þeim og þeir eiga erfiðara
með að skilja en Gyðingar. Sama er að segja um nr. 5. Sú
frásaga og ræða Jesú er sérstaklega miðuð við Gyðinga. En
ad«/kjarna liennar tekur Lúkas upp úr R2 á öðrum stað,
Lúk. 16, 18.
Ástæðan til þess að Lúkas sleppir nr. 6 gæti vel verið sú,
að honum virtist það beldur skvggja á minningu Sebedeus-
sona, að þeir skyldu í sömu andránni, sem Jesús segir fyrir
písl sína og dauða, biðja um básæti bið næsta lionum, og
því ekki viljað lialda bciðni þeirra á lofti. Höf. Matt. hefir
nokkra tilhneigingu í sömu átt, þar sem liann telur móður
Sebedeussona fjæst og fremst aðilja að þeirri beiðni. Lúkas
nefnir ekki beldur orð Péturs postula, sem lýsa hliðstæðum
misskilningi á Messiasarköllun Jesú (Mark. 8, 32 n).
Nr. 7 er að líkindum orðin til úr dæmisögunni um ófrjó-
sama fíkjutréð,1) sem Lúkas segir frá í 13, 6—9 og á að lýsa
biðlund Guðs við Gvðingaþjóðina. Þjóðinni er enn gefið eitt
ár til þess að ranka við sér og þekkja sinn vitjunartíma, „en
verði það ekki, þá böggur þú það upp“. Þegar árið er liðið
og Jesús kemur í síðasta sinni til Jerúsalem og leitar ávaxta,
þá finnur bann enga. Það er dómurinn yfir þjóðinni. Hún
mun falla, musterið hrynja í rústir. Lúkas hefir einn guð-
spjallamannanna þessa dæmisögu, hún skipar hjá lionmn
það rúm, sem nr. 7 skipar í Mark. og Matt.
Nr. 8 mun Lúkas sleppa af því, að hann hefir áður í guð-
spjallinu ritað líka sögu (7, 36—50), enda þótt hún sé trauðla
sama sagan. Ivonan með aiabastursbuðkinn í húsi Símonar
Farísea, sem smyr fætur .Tesú af miklum kærleika, þótt aðrir
mæði liana, minnir mjög á konuna, sem smurði Jesú í húsi
Símonar líkþráa í Betaníu.
Þannig mun það yfirleitt ualda mestu um úrfetlingar úr
Mark., að Lúkas hefir sama eða svipað efni úr R eða öðrum
heimildum skriflegum og miinnlegum, en óþarft að gripa
1) Sbr. bls. 127.