Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Page 226
226
fyrsta lagi það, að slíkar samkomur mátlu ekki haldast sama
dag (en daginn töldu Gyðingar byrja um sólarlag), og svo
eru líkur til þess, að Rómverjar hafi svift öldungaráðið um
þessar mundir réttinum til að kveða upp dauðadóma (jus
gladii). Kemur það ágætlega heim við frásögn Lúkasar, sem
hvergi segir, að ráðið hafi dæmt Jesú til dauða, og við
Jóh. 18, 31.
Þegar öll frásaga Lúkasar um Jesú fyrir Pilatusi er borin
saman við Mark. 15, 1—15, þá kemur í ljós, að hann liefir
aðeins 26,5% af orðum Markúsar. Hann leggur enn meiri
áherzlu en Markús á það að sýna fram á, að æðstu prestarnir
og fræðimennirnir eigi aðalsökina á líflátsdóminum. Hann
iýsir Pílatusi af talsverðri samúð og ber fram málsbætur
fyrir hann. Þannig segir hann frá því, að Pílatus hafi þris-
var sinnum lýsl yfir sakleysi Jesú og að hann liafi viljað
láta hann lausan. Það er ekki fyrr en hættan vofir vfir
sjáifum honum, að hann lætur undan vilja andlegu leið-
toganna og framselur Jesú. Þannig víkur Lúkas hersýnilega
allmikið frá Markúsarheimildinni.
Svipað hlutfall ræður um orðaforðann, þegar tekin er öll
frásaga Lúkasar og Markúsar um krossfestingu og dauða Jesú.
Lúkas sleppir mörgu, sem Markús tekur fram:
a. Nafninu „Golgota“.
b. Þvi, að Jesú er boðið vín, myrru blandað, en harin
þiggur ekki.
c. Timanum, þegar Jesús er krossfestur.
d. Lastmælum og háðyrðum þeirra, sem fram hjá gengu:
„IIó, þú sem brýtur niður musterið og reisir það á þrem
dögum“.
e. Þvi, að þeir, sem með Jesú voru krossfestir (þ. e. báðir
ræningjarnir), hafi smánað hann.
f. Hrópi Jesú: „Elói, Elói, lama sahaktaní“.
g. Orðum þeirra, er lijá slóðu, að Jesús hafi kallað á Elía.
Aftur á móti néfnir Lúkas þelta, sem Markús getur eldki:
a. Heitið „illvirkjar“, xay.ovQyoi.
b. Orðin: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað
þeir gjöra“.
c. Orðið „hinn útvaldi” um Jesú.
d. Söguna um ræningjann, sem iðrast.
e. Skýringuna: „Sólin misti birtu sinnar“.
f. Andlátsorð Jesú: „Faðir, í þínar hendur fel eg anda
minn“.