Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Blaðsíða 222
222
og gerðust samverkamenn í Róm. En þar bættist honum nýtt
efni, sem erfikenning safnaðarins skrifleg og munnleg liafði
að geyma. Seinna tólc Markús það upp í guðspjall sitt, og
átli þá Lúkas aðgang að miklu af því í einu lagi. Og í aug-
um hans liefir Markús verið fremstur allra, sem hafa tekið
sér fyrir liendur að færa í sögu viðhurði þá, er „gjörst hafa
meðal vor“. Markúsarguðspjall var svo merk og ágæt heim-
ild að dómi hans, að hann tók meginið af efni þess upp í
guðspjall sitt, eða um 454 vers, að því er fyrr segir.1)
Þessi vers eru að miklu levti í samfelldum köflum (sjá
svörtu reitina á myndinni á hls. 214), og koma þá þessir aðal-
lega til greina (þeim köflum er slep]it, þar sem annað efni yfir-
gnæfir Markúsarefnið, eins og t. d. Lúk. 5, 1—11):
1. Lúk. 4, 31—44.
2. Lúk. 5, 12—6, 19.
3. Lúk. 8, 4—9, 50.
4. Lúk. 18, 15—43.
5. Lúk. 19, 29—22, 13 að meginefni til.
6. Píslarsögukaflar.
Þessir kaflar verða nú athugaðir hver um sig til þess að
komast að raun um afstöðu Lúkasar lil Markúsarheimild-
arinnar og meðferð hans á henni.
1. 1 þessum kafla er sama röð á frásögunum sem í Mark.
og lengi framan af lialdið rúmum 60% af orðaforða Mark.,
en þegar segir frá för Jesú til óhyggðs staðar, ber talsvert i
milli og orðaforðinn er tæplega 39%. Þó þarf sá munur
alls ekki að stafa af því, að Lúkas hafi gripið til annarar
heimildar, heldur gæti liann skýrst eðlilega af því, að Lúkas
liefði lesið þennan kafla Markúsarguðspjalls og skrifað svo
eftir minni.2) Kemur það vel heim við það, að orðaforði
Mark. fer minnkandi. Sama á sér einnig stað um Lúk. 18,
15—43. Þar er orðaforðinn 87,7; 76; 45,9; 55,1 af hundraði.
2. Frásögur þessa kafla eru einnig i söniu röð i Mark. og
Lúk., nema tvær hinar síðustu. Postulavalið er í Lúk. á
undan frásögunni um lækning margra. I þessum frásögum
hefir Lúkas einnig miklu minna af orðaforða Markúsar en
í hinum, ekki nema 39% á móti 53,6%, og eru þó sum orð-
in mannanöfn. Jafnvel postulaheitin eru ekki nákvæmlega
1) Sbr. bls. 13.
2) Sbr. W. Sanday: Oxford Studies in tlie Synoptic Probleni, 1911, XIX nn.