Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1934, Side 98
98
vísa til þeirra. Truboðarnir liafa stuðzt við þau í starfi sínu
og fest í minni eða letur. Páll iiostuli vitnar þráfaldlega til
orða Krists, sem kunna að hafa verið í slíkum söfnum (shr.
Róm. 12, 14; 1. Kor. 7, 10; 9, 14; 11, 23 nn; 1. Þess. 4, 15 nn).
Svo gera einnig höf. Jak. (5, 12), 1. Pét. (4, 8 b)1) og Didake,
(Kenning hinna tólf postula2) (1, 3 nn). Og í 1. Tím. 6, 3 er
lögð áherzla á orð drottins Jesú Krists með þeim liætti, að
ætla má, að átt sé við safn af þeim. Aðalefni þessara safna
liafa verið hvatningar eða áminningar. Og' söfnin Iiafa verið
fengin í hendur trúhoðunum, er þeir lögðu í ferðir sínar.
Logíalieimild Matt. og Lúk. er gott dæmi um slíkt safn. f
henni eru aðeins orð Jesú, en sögulega umgerð vantar eða
lýsingu á kringumstæðum. í Mark. er þróuninni lengra kom-
ið. Þar er söguefni felll um orð Jesú.
Þannig virðist kenning Jesú hafa verið sett fram í svip-
uðu formi liið vlra og kenning Gyðinga. „Dæmin“ minna á
sögufræðslu Gyðinga, IJaggada, og áminningakaflarnir á lög-
málsfræðslu þeirra, Halaka. Þeim hefir ekki verið ætlað að
veita mönnum þekkingu á æfi .Tesú, lieldur að vera þeim það
leiðarljós, er þeir liefðu sífelll fj'rir augum og heindu lífi sínu
eftir. Til orða Jesú skvldi leita ráða í hverjum vanda. Heilög hoð
hans voru orð eilífs lífs. Þau har að nema og varðveita eins
og dýrasta fjársjóð andans. Það eitt var nauðsynlegt. Þau
voru góði hlutinn, sem ekki vrði frá neinum tekinn.3)
í þessum áminningarorðum Jesú kemur fram mikil fjöl-
hreytni og má greina þau í flokka. Eru hinir helztu þeirra
þessir: Spakmæli. Líkingar. Dæmisögur. Spámæli. Stutt boð-
orð. Nákvæm boð. Sum þeirra boða eru rökstudd (Lúk. 6,
27 nn ^ Matt. 5, 44 nn; Lúk. 12, 22 nn Matt. 6, 25 nn),
við önnur eru tengd fvrirheiti (Matt. 6, 2 nn) og við enn önnur
ógnanir (Matt. 5, 29 n; Mark. 9, 43 nn; Matt. 18, 1 n).
Hver þessara flokka myndast og mótast að sínum lögum,
þótt mikill skyldleiki sé á milli. En mestu skiptir það að
vita, að sögurnar um Jesú og áminningarorð hans mynda í
upphafi í erfikenningunni tvær höfuðkvíslar, sem glögg skil
eru í milli. Hægt og hægt taka þær þó að nálgast livor aðra.
Þegar Mark. er samið, eru þær enn skýrt aðgreindar. Við
1) Sbr. Didasc. lat. II, 2, 3.
2) Kristilegt rit frá síðasta áratug 1. aldar eða fyrri liluta 2.
3) t 1. Klemensarbréfi frá lokum 1. aldar er oft tekið þannig ti! orða:
„Minnist orða drottins vors, er liann kenndi“, og fylgir svo tilvilnunin.
Sbr. Post. 20, 35.